Erlent

Fimm daga björgunar­að­gerðir á Suður­skauts­landinu

Sylvía Hall skrifar
Leiðangurinn tók fimm daga í heildina.
Leiðangurinn tók fimm daga í heildina. Getty

Áströlskum manni sem þurfti læknisaðstoð í könnunarleiðangri hefur verið bjargað af Suðurskautslandinu eftir fimm daga björgunaraðgerðir. Skip, þyrlur og flugvélar tóku þátt í björgunaraðgerðum sem var samstarf þriggja þjóða.

Ástralir, Kínverjar og Bandaríkjamenn komu að aðgerðum sem miðuðu að því að koma manninum undir læknishendur, en leiðangurinn er sagður hafa heppnast gríðarlega vel miðað við flóknar og erfiðar aðstæður. Samstarfið hafi verið nauðsynlegt þar sem Ástralir ekki flugvél sem henti við þessar aðstæður.

Maðurinn var staddir í áströlsku Davis-rannsóknarstöðinni á austanverðu Suðurskautslandinu þegar veikindin komu upp og var hann sóttur þangað. Þaðan var hann fluttur til Wilkins-flugvallarins á Suðurskautslandinu. Áströslk Airbus A319 þota flutti hann svo til áströlsku borgarinnar Hobart á aðfangadagskvöld.

Ekki er vitað hvert ástand mannsins var en veikindin eru ekki sögð tengjast kórónuveirunni samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×