Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Birgir Olgeirsson skrifar 26. desember 2020 13:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50