Enski boltinn

Gylfi Þór komið að fleiri mörkum en á síðustu leik­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Gylfi Þór fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Alex Pantling/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Everton í kvöld er liðið vann 1-0 útisigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Everton í kvöld er liðið vann 1-0 útisigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Sigur Everton lyftir liðinu upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið hefur leikið 15 leiki. Er liðið tveimur stigum á eftir meisturum Liverpool sem eiga þó leik til góða og stigi á undan Leicester City sem er í 3. sætinu.

Markið var þriðja mark Gylfa Þórs á leiktíðinni sem þýðir að hann hefur nú komið að sjö mörkum með beinum hætti. Ásamt mörkunum þremur hefur hann lagt upp fjögur til viðbótar. Í alls 18 leikjum á leiktíðinni hefur Gylfi Þar með komið að fleiri mörkum með beinum hætti en hann gerði í 38 leikjum á síðustu leiktíð.

Gylfi Þór lagði upp eitt af tveimur mörkum Everton gegn Arsenal í síðustu umferð og skoraði sigurmarkið gegn Chelsea þann 12. desember. Hann hefur því svo sannarlega átt frábæran desember mánuð.

Gylfi Þór átti frábæran leik í liði Everton í mjög erfiðum leik í kvöld. Lék hann í „tíunni“ eða í svæðinu á bakvið Dominic Calvert-Lewin sem lék í stöðu fremsta manns. Á tölfræðivefsíðunni WhoScored fékk Gylfi 7.9 í einkunn. Enginn leikmaður átti betri leik en Mason Holgate, hægri bakvörður Everton, fékk sömu einkunn.

Gylfi Þór skoraði eins og áður sagði sigurmarkið, átti alls 34 sendingar heppnaðar í leiknum af 40 talsins. Þar af tvær lykil sendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×