„Enginn sem raðgreinir eins mikið og við“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 27. desember 2020 11:23 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví. Sjö greindust á landamærunum í gær. Hingað til hafa aðeins tveir greinst með nýtt afbrigði veirunnar á landamærunum, sem kennt er við Bretland, og varð engin breyting þar á milli daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02