Umdeildir ásatrúarmenn deila við bændur í Minnesota Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 12:35 Meðlimir AFA telja sig afkomendur engla, víkinga og fornra ættbálka Norður-Evrópu. Vísir/Getty Söfnuður bandarískra ásatrúarmanna deilir nú við fámennt samfélag bænda í Minnesota eftir að bæjaryfirvöld í Murdock samþykktu beiðni safnaðarins um að leyfa bænahald í gamalli kirkju sem söfnuðurinn hefur keypt þar. Kirkjan yrði eingöngu aðgengileg fyrir hvítt fólk af norður-evrópskum uppruna. Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Þó bæjaryfirvöld hafi samþykkt beiði safnaðarins, af ótta við lögsóknir, eru bæjarbúar ekki sáttir og hafa rúmlega 150 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftalista þar sem opnun kirkjunnar er mótmælt. Skráðir íbúar Murdock eru þó eingöngu 280 en samfélagið byggir á landbúnaði. Margir íbúa Murdock eru af rómönskum uppruna frá Mexíkó og Mið-Ameríku og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Í frétt Minneapolis Star Tribune frá því fyrr í mánuðinum segir að meðlimir bæjarráðs Murdock hafi óttast að ef umsókn söfnuðarins yrði hafnað gætu forsvarsmenn hans höfðað mál gegn bænum á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir trúfrelsi. Fyrir fundinn lýsti Craig Kavanagh, bæjarstjóri, því yfir að ráðið fordæmdi allar birtingarmyndir rasisma. Einn íbúi Murdock sagðist í samtali við NBC News fyrir jól, vera viss um að forsvarsmenn safnaðarins hefðu talið að þeir gætu laumast með veggjum í svo smáu samfélagi en það muni ekki ganga eftir. „Rasismi er ekki velkominn hér,“ sagði Peter Kennedy. Söfnuðurinn sem um ræðir kallast Asatru Folk Assembly og er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt reglum AFA mega eingöngu hvítir aðilar ef norður-evrópskum uppruna vera meðlimir í kirkjunni. Söfnuðurinn er skilgreindur sem haturssamtök af Southern Poverty Law Center, sem vaktar slík samtök. Meðlimir safnaðarins þvertaka þó fyrir það að vera rasistar. Í samtali við NBC News sagði einn stjórnarmeðlima söfnuðarins að þó að meðlimir safnaðarins hylltu eigin menningu, þýddi það ekki að þau níddu aðra. Á vefsvæði safnaðarins segir þó að söfnuðurinn styðji hvítar fjölskyldur og að börn séu alin upp til að verða mæður og feður hvítra barna. Að nauðsynlegt sé að styðja við hvítar fjölskyldur.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira