Brjálaður út í silakeppinn Suljovic og hótaði að hætta í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2020 12:00 Gary Anderson bíður eftir að Mensur Suljovic ljúki sér af. getty/Luke Walker Gary Anderson var mjög pirraður eftir leik sinn gegn Mensur Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær og hótaði að hætta að spila. Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augu á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira