Viðskipti innlent

Níutíu sagt upp hjá World Class

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björn Leifsson er eigandi World Class.
Björn Leifsson er eigandi World Class. Vísir/Egill

Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin.

RÚV greinir frá þar sem haft er eftir Birni Leifssyni, eiganda og framkvæmdastjóra World Class að öllum sem hafi verið í undir sjötíu prósent starfshlutfalli hafi verið sagt upp að þessu sinni.

Eftir séu um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks hafi verið sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Björn segir einnig að líklegt sé að starfsfólkið verði ráðið aftur komi til þess að líkamsræktarstöðvar fái að opna á nýjan leik. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar nær samfellt frá 4. október  og verða það áfram til 12. janúar hið minnsta.

Björn hefur gagnrýnt þessar ráðstafanir mjög og meðal annars sagt að ólöglegt sé að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnarástæðum, hann hafi neyðst til að taka eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×