Sara Björk: Þetta er kvennaárið Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:43 Sara fagnar sigrinum í kvöld. Bragi Valgeirsson „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20
Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13
Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05