Sara Björk: Þetta er kvennaárið Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:43 Sara fagnar sigrinum í kvöld. Bragi Valgeirsson „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20
Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13
Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05