Rashford: Væri heimskulegt að fara að hugsa um titilinn núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 10:30 Marcus Rashford fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford í gærkvöldi. AP/Michael Regan Manchester United er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool þökk sé dramatísku sigurmarki frá Marcus Rashford í gærkvöldi. Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira