Lék með rúmlega fertugri löggu og fótboltamanni á sínu fyrsta tímabili á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2020 13:02 Justin Shouse minnist tíma síns hjá Drangi í Vík í Mýrdal með hlýju. stöð 2 sport Fyrsta tímabilið sitt á Íslandi lék Justin Shouse með Drangi í Vík í Mýrdal. Byrjunarlið Drangs var nokkuð athyglisvert eins og hann sagði frá í heimildarmyndinni Justin Shouse: Kjúklingur og körfubolti sem var sýnd á Stöð 2 Sport. Eftir eitt ár í atvinnumennsku í Þýskalandi kom Justin kom Íslands sumarið 2005, samdi við Drang og var spilandi þjálfari liðsins. „Ég hugsaði mér með að ég væri til í að búa á Íslandi. Mér hef gaman að fjallgöngum en hef aldrei búið nálægt fjöllum. Hæðirnar í Pennsylvaníu teljast ekki með. Ég vil búa nálægt hafinu og ef ég get séð jökla og hugsanlega eldfjöll væri það frábært,“ sagði Justin um aðdraganda þess að hann kom til Íslands. „Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hversu lítill 400 manna bær er. Þegar maður kemur niður dalinn í Vík í Mýrdal, það er fallegt. Ég gleymi aldrei útsýninu þegar ég kom í fyrsta skipti þangað. Nú bý ég hér. Björn [Hjörleifsson] ók mér í bæinn og ég sagði við hann: hvar er allt hitt? Er meira handan við fjallið? Hann svaraði neitandi. Þetta er það sem við erum með: bensínstöð, krá, pósthús og þú þarft að ganga smá spöl til að ná nettengingu.“ Til að drýgja tekjurnar starfaði Justin sem blaðberi í Vík í Mýrdal. Hann þjálfaði svo nánast alla körfuboltaiðkendur í bænum auk þess að spila. Justin skoraði 37 stig að meðaltali í leik með Drangi enda voru samherjar hans misgóðir í körfubolta. „Í liðinu var Björn Hjörleifs, 42 ára lögga. Fótboltamanni, Pálma, sem var mjög hraustur en ekki körfuboltamaður. Kjartan var í þristinum og svo Björn Jóhannsson sem var ansi fær leikmaður. Hann gaf okkur mjög mikinn stöðugleika í fjarkanum. Hann gat skotið fyrir utan þótt skotstíllinn væri svolítið skrítinn. Hann var ólseigur og þeir dýrkuðu þetta allir,“ sagði Justin. Eftir einn vetur hjá Drangi gekk Justin í raðir Snæfells og lék með liðinu í tvö ár. Þaðan fór hann svo til Stjörnunnar þar sem hann lék allt þar til skórnir fóru á hilluna. Justin hefur búið á Íslandi allt frá 2005 og er íslenskur ríkisborgari. Klippa: Justin Shouse um tímann hjá Drangi Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Eftir eitt ár í atvinnumennsku í Þýskalandi kom Justin kom Íslands sumarið 2005, samdi við Drang og var spilandi þjálfari liðsins. „Ég hugsaði mér með að ég væri til í að búa á Íslandi. Mér hef gaman að fjallgöngum en hef aldrei búið nálægt fjöllum. Hæðirnar í Pennsylvaníu teljast ekki með. Ég vil búa nálægt hafinu og ef ég get séð jökla og hugsanlega eldfjöll væri það frábært,“ sagði Justin um aðdraganda þess að hann kom til Íslands. „Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hversu lítill 400 manna bær er. Þegar maður kemur niður dalinn í Vík í Mýrdal, það er fallegt. Ég gleymi aldrei útsýninu þegar ég kom í fyrsta skipti þangað. Nú bý ég hér. Björn [Hjörleifsson] ók mér í bæinn og ég sagði við hann: hvar er allt hitt? Er meira handan við fjallið? Hann svaraði neitandi. Þetta er það sem við erum með: bensínstöð, krá, pósthús og þú þarft að ganga smá spöl til að ná nettengingu.“ Til að drýgja tekjurnar starfaði Justin sem blaðberi í Vík í Mýrdal. Hann þjálfaði svo nánast alla körfuboltaiðkendur í bænum auk þess að spila. Justin skoraði 37 stig að meðaltali í leik með Drangi enda voru samherjar hans misgóðir í körfubolta. „Í liðinu var Björn Hjörleifs, 42 ára lögga. Fótboltamanni, Pálma, sem var mjög hraustur en ekki körfuboltamaður. Kjartan var í þristinum og svo Björn Jóhannsson sem var ansi fær leikmaður. Hann gaf okkur mjög mikinn stöðugleika í fjarkanum. Hann gat skotið fyrir utan þótt skotstíllinn væri svolítið skrítinn. Hann var ólseigur og þeir dýrkuðu þetta allir,“ sagði Justin. Eftir einn vetur hjá Drangi gekk Justin í raðir Snæfells og lék með liðinu í tvö ár. Þaðan fór hann svo til Stjörnunnar þar sem hann lék allt þar til skórnir fóru á hilluna. Justin hefur búið á Íslandi allt frá 2005 og er íslenskur ríkisborgari. Klippa: Justin Shouse um tímann hjá Drangi
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum