Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Skriðurnar féllu um klukkan 4 í nótt að staðartíma. EPA Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent