Noregur Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. Erlent 4.12.2025 19:03 Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát. Erlent 30.11.2025 10:00 Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu „Það er gríðarleg gróska en rosalega mikil samkeppni líka,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Kristjánsson sem hefur upplifað mörg ævintýrin á sínum ferli. Halldór, sem er fæddur árið 1992, byrjaði árið að búa hjá og læra af norskri raunveruleikastjörnu og myndlistargoðsögn og fékk mikinn innblástur þar. Menning 29.11.2025 07:00 Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Ingibjörg Jóhannsdóttir starfar sem djákni á Austfjörðum en hefur verið vígð sem prestur í Noregi. Hún gagnrýnir að hún geti ekki starfað sem prestur á Íslandi. Norskur prestur, sem hefði farið sömu leið og hún í menntun, fengi að vinna sem prestur á Íslandi. Ingibjörg og eiginmaður hennar, sem einnig er prestur, telja að þörf sé á að endurskoða hæfniskröfur til presta á Íslandi. Innlent 28.11.2025 06:33 Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. Erlent 27.11.2025 11:46 Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi og lýsa 49 prósent Norðmanna sig núna andsnúna því að ganga í sambandið. Í samsvarandi könnun í marsmánuði sögðust 43 prósent andvíg aðild Noregs að sambandinu. Andstaðan eykst mest meðal ungs fólks. Erlent 23.11.2025 07:57 Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Erlent 22.11.2025 17:28 HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Norðmenn tryggðu sig endanlega inn á heimsmeistaramótið í fótbolta með sigri á Ítölum á útivelli. Þetta verður fyrsta stórmót karlalandsliðsins síðan 2000 og fyrsta heimsmeistaramótið síðan 1998. Fótbolti 17.11.2025 08:46 Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi. Lífið 15.11.2025 08:02 Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Innlent 7.11.2025 14:03 ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar. Innlent 6.11.2025 16:11 Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. Lífið 4.11.2025 17:06 Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Erlent 30.10.2025 11:57 Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Náttúruverndarsamtök sem stefndu norska ríkinu vegna olíuleitarleyfa hrósa sigri þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi hafnað kröfu þeirra í dag. Þau telja dóminn skylda norsk stjórnvöld til þess að meta loftslagsáhrifin af frekari olíuleit og framleiðslu. Erlent 28.10.2025 17:31 Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. Erlent 27.10.2025 21:54 Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Nokkrar íbúðarblokkir hafa verið rýmdar og á bilinu 300 til 400 manns hefur verið komið fyrir á nálægu hóteli eftir grjóthrun skammt frá Carl Berners-torgi í Ósló. Erlent 26.10.2025 20:02 Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili. Erlent 25.10.2025 08:29 Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Íslenska máltæknifyrirtækið Bara kynnti í vikunni norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í Noregi á mánudaginn í tengslum við Oslo Innovation Week og var haldinn í sendiherrabústað Íslands í Osló. Viðskipti innlent 23.10.2025 12:50 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. Innlent 19.10.2025 07:37 Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. Erlent 16.10.2025 11:01 Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. Innlent 15.10.2025 20:18 Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Yfirvöld í Venesúela hafa lokað sendiráði sínu í Ósló einungis nokkrum dögum eftir að stjórnarandstæðingurinn María Corina Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels. Enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir lokuninni. Erlent 13.10.2025 23:39 Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári. Erlent 11.10.2025 23:53 Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. Erlent 10.10.2025 22:08 Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Erlent 10.10.2025 14:21 Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Erlent 10.10.2025 09:03 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 10.10.2025 08:32 Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Ísraelska fótboltalandsliðið lenti í Noregi í gærkvöldi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM um helgina. Fótbolti 10.10.2025 07:40 Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Erlent 10.10.2025 06:56 „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Rapparinn GKR frumsýnir í dag tónlistarmynband við lagið „Stælar“ sem er tekið um borð í eistnesku skemmtiferðaskipi. Hann upplifði tilgangsleysi á Íslandi, flutti til Noregs fyrir fjórum árum og býr þar enn. Hann semur mikið af tónlist en segist eiga það til að sitja of lengi á henni - framundan sé von á markvissari útgáfu. Tónlist 9.10.2025 12:14 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 55 ›
Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. Erlent 4.12.2025 19:03
Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát. Erlent 30.11.2025 10:00
Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu „Það er gríðarleg gróska en rosalega mikil samkeppni líka,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Kristjánsson sem hefur upplifað mörg ævintýrin á sínum ferli. Halldór, sem er fæddur árið 1992, byrjaði árið að búa hjá og læra af norskri raunveruleikastjörnu og myndlistargoðsögn og fékk mikinn innblástur þar. Menning 29.11.2025 07:00
Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Ingibjörg Jóhannsdóttir starfar sem djákni á Austfjörðum en hefur verið vígð sem prestur í Noregi. Hún gagnrýnir að hún geti ekki starfað sem prestur á Íslandi. Norskur prestur, sem hefði farið sömu leið og hún í menntun, fengi að vinna sem prestur á Íslandi. Ingibjörg og eiginmaður hennar, sem einnig er prestur, telja að þörf sé á að endurskoða hæfniskröfur til presta á Íslandi. Innlent 28.11.2025 06:33
Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. Erlent 27.11.2025 11:46
Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi og lýsa 49 prósent Norðmanna sig núna andsnúna því að ganga í sambandið. Í samsvarandi könnun í marsmánuði sögðust 43 prósent andvíg aðild Noregs að sambandinu. Andstaðan eykst mest meðal ungs fólks. Erlent 23.11.2025 07:57
Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Erlent 22.11.2025 17:28
HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Norðmenn tryggðu sig endanlega inn á heimsmeistaramótið í fótbolta með sigri á Ítölum á útivelli. Þetta verður fyrsta stórmót karlalandsliðsins síðan 2000 og fyrsta heimsmeistaramótið síðan 1998. Fótbolti 17.11.2025 08:46
Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi. Lífið 15.11.2025 08:02
Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Innlent 7.11.2025 14:03
ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar. Innlent 6.11.2025 16:11
Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. Lífið 4.11.2025 17:06
Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Erlent 30.10.2025 11:57
Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Náttúruverndarsamtök sem stefndu norska ríkinu vegna olíuleitarleyfa hrósa sigri þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi hafnað kröfu þeirra í dag. Þau telja dóminn skylda norsk stjórnvöld til þess að meta loftslagsáhrifin af frekari olíuleit og framleiðslu. Erlent 28.10.2025 17:31
Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. Erlent 27.10.2025 21:54
Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Nokkrar íbúðarblokkir hafa verið rýmdar og á bilinu 300 til 400 manns hefur verið komið fyrir á nálægu hóteli eftir grjóthrun skammt frá Carl Berners-torgi í Ósló. Erlent 26.10.2025 20:02
Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili. Erlent 25.10.2025 08:29
Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Íslenska máltæknifyrirtækið Bara kynnti í vikunni norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í Noregi á mánudaginn í tengslum við Oslo Innovation Week og var haldinn í sendiherrabústað Íslands í Osló. Viðskipti innlent 23.10.2025 12:50
Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. Innlent 19.10.2025 07:37
Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. Erlent 16.10.2025 11:01
Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. Innlent 15.10.2025 20:18
Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Yfirvöld í Venesúela hafa lokað sendiráði sínu í Ósló einungis nokkrum dögum eftir að stjórnarandstæðingurinn María Corina Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels. Enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir lokuninni. Erlent 13.10.2025 23:39
Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári. Erlent 11.10.2025 23:53
Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. Erlent 10.10.2025 22:08
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Erlent 10.10.2025 14:21
Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Erlent 10.10.2025 09:03
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 10.10.2025 08:32
Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Ísraelska fótboltalandsliðið lenti í Noregi í gærkvöldi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM um helgina. Fótbolti 10.10.2025 07:40
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Erlent 10.10.2025 06:56
„Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Rapparinn GKR frumsýnir í dag tónlistarmynband við lagið „Stælar“ sem er tekið um borð í eistnesku skemmtiferðaskipi. Hann upplifði tilgangsleysi á Íslandi, flutti til Noregs fyrir fjórum árum og býr þar enn. Hann semur mikið af tónlist en segist eiga það til að sitja of lengi á henni - framundan sé von á markvissari útgáfu. Tónlist 9.10.2025 12:14