Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra þættinum og fjórir álitsgjafar verða þeim til halds og trausts: Jóhann Gunnar Einarsson, Helena Ólafsdóttir, Teitur Örlygsson og Hjörvar Hafliðason.
Sportið í ár - Gamlársdag kl. 16:00@kjartansson4 og @henrybirgir tækkla árið í geggjuðum íþróttaannál ásamt sérfræðingum Stöð 2 Sport pic.twitter.com/RBsZflyvxi
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) December 30, 2020
Auk þeirra fjögurra verður fjöldi annarra álitsgjafa spurður krefjandi spurninga í Sportinu í ár. Þau eru þau Steinunn Björnsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Arnar Gunnlaugsson, Kári Kristján Kristjánsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Þá verður viðtal við körfuboltamanninn Martin Hermannsson í Sportinu í ár.
Í Sportinu í ár verður farið ítarlega yfir framvindu mála í íþróttum innanlands og utan. Pepsi Max-, Olís- og Domino's-deildirnar verða gerðar upp, afrek íslensku landsliðanna grandskoðuð og frammistaða íslenskra atvinnumanna erlendis metin.
Þá verða NBA, NFL, Meistaradeild Evrópu og allar stærstu fótboltadeildir Evrópu gerðar upp.
Sportið í ár hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport.