Skriða féll hundrað metrum frá heimili Hafdísar Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 30. desember 2020 15:27 Hafdís Gunnarsdóttir hefur verið búsett í Ask ásamt norskum eiginmanni sínum síðan 1997. Til hægri sést eyðileggingin í bænum eftir skriðuföllin. Samsett/Facebook/EPA Íslensk kona sem búsett er í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt lýsir því að skriða hafi fallið um hundrað metrum frá heimili hennar í bænum. Uggur sé í bæjarbúum en þeir standi saman í hamförunum. „Það byrjaði bara með því að við heyrðum læti og mikið af þyrlum og sírenum. Þannig að við fórum bara á fætur,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, sem búið hefur í Ask síðan 1997 með norskum eiginmanni sínum, í samtali við fréttastofu. Hafdís segir að rafmagninu hafi slegið út á heimilinu og þau því lesið um aurskriðuna í símum sínum. Svo hafi lögregla bankað upp á hjá þeim. „Og við þurftum öll að koma okkur í burtu eins fljótt og hægt væri því það var komin ný skriða hundrað metra frá okkur. Þannig að við hoppuðum í skó og jakka, náðum í bílinn og fengum með okkur nágranna. Svo komum við okkur upp í unglingaskólann og skráðum okkur, þar sem er haldið utan um ef einhvern vantar. Þetta var dálítið mikið stress.“ Hafdís lýsir því að fyrsta skriðan hafi hrifið með sér nokkur hús í bænum. Hin skriðan, sem féll nærri heimili þeirra, hafi einnig valdið tjóni. „Og nú sé ég að það er nýtt hús sem hvarf núna klukkan 15:20 að norskum tíma,“ segir Hafdís. Frá þessu er greint á vef VG, þar sem segir að mörg hús hafi orðið skriðunum að bráð og hrunið til grunna. Eitt þeirra sést falla ofan í skriðusárið um klukkan 15:20 í myndbandinu hér fyrir neðan. Nágranna í næstu götu saknað Um hádegisbil í dag var ekki vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu. Sú tala er enn óbreytt nú síðdegis. Lögregla tók fram að fólkið kunni að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Hafdís segir að hluti þeirra sem er saknað séu nágrannar hennar. „Já, maður getur sagt það. Bara í næstu götu,“ segir Hafdís. Hún kveðst kannast við einhverja þeirra en þekki þó engan vel. Tengdamóðirin flutt á sjúkrahús Hafdís segist ekki vita betur en að það sé í lagi með húsið þeirra hjóna en þau fylgist vel með gangi mála. Þau eru nú stödd á hóteli við Gardemoen-flugvöllinn Heldur – vita ekki hvenær þau fá að fara heim „Við höfum ekki neitt með okkur og þurfum að fara að versla, tannkrem, tannbursta og ýmislegt sem okkur vantar. [...] Svo er hjúkrunarheimili þarna rétt fyrir ofan stærstu skriðuna og allir þar voru sendir á sjúkrahús til að fá hjálp því það hefur verið svo mikið Covid-19 þar. Tengdamóðir mín er þar.“ Þá telur Hafdís að flestir nánustu nágrannar þeirra hjóna hafi komist heilir frá hamförunum en margir bæjarbúar óttist um ástvini sína. Allir reyni að hjálpast að í gegnum harmleikinn. „Við reynum að hjálpa hvert öðru. Það eru margir sem eru ekki á bíl. Við fórum núna með einn nágrannann í næsta bæ til að fara í apótek að fá lyfin sín. Við hjálpumst að sem erum hérna.“ Noregur Íslendingar erlendis Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Það byrjaði bara með því að við heyrðum læti og mikið af þyrlum og sírenum. Þannig að við fórum bara á fætur,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, sem búið hefur í Ask síðan 1997 með norskum eiginmanni sínum, í samtali við fréttastofu. Hafdís segir að rafmagninu hafi slegið út á heimilinu og þau því lesið um aurskriðuna í símum sínum. Svo hafi lögregla bankað upp á hjá þeim. „Og við þurftum öll að koma okkur í burtu eins fljótt og hægt væri því það var komin ný skriða hundrað metra frá okkur. Þannig að við hoppuðum í skó og jakka, náðum í bílinn og fengum með okkur nágranna. Svo komum við okkur upp í unglingaskólann og skráðum okkur, þar sem er haldið utan um ef einhvern vantar. Þetta var dálítið mikið stress.“ Hafdís lýsir því að fyrsta skriðan hafi hrifið með sér nokkur hús í bænum. Hin skriðan, sem féll nærri heimili þeirra, hafi einnig valdið tjóni. „Og nú sé ég að það er nýtt hús sem hvarf núna klukkan 15:20 að norskum tíma,“ segir Hafdís. Frá þessu er greint á vef VG, þar sem segir að mörg hús hafi orðið skriðunum að bráð og hrunið til grunna. Eitt þeirra sést falla ofan í skriðusárið um klukkan 15:20 í myndbandinu hér fyrir neðan. Nágranna í næstu götu saknað Um hádegisbil í dag var ekki vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu. Sú tala er enn óbreytt nú síðdegis. Lögregla tók fram að fólkið kunni að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Hafdís segir að hluti þeirra sem er saknað séu nágrannar hennar. „Já, maður getur sagt það. Bara í næstu götu,“ segir Hafdís. Hún kveðst kannast við einhverja þeirra en þekki þó engan vel. Tengdamóðirin flutt á sjúkrahús Hafdís segist ekki vita betur en að það sé í lagi með húsið þeirra hjóna en þau fylgist vel með gangi mála. Þau eru nú stödd á hóteli við Gardemoen-flugvöllinn Heldur – vita ekki hvenær þau fá að fara heim „Við höfum ekki neitt með okkur og þurfum að fara að versla, tannkrem, tannbursta og ýmislegt sem okkur vantar. [...] Svo er hjúkrunarheimili þarna rétt fyrir ofan stærstu skriðuna og allir þar voru sendir á sjúkrahús til að fá hjálp því það hefur verið svo mikið Covid-19 þar. Tengdamóðir mín er þar.“ Þá telur Hafdís að flestir nánustu nágrannar þeirra hjóna hafi komist heilir frá hamförunum en margir bæjarbúar óttist um ástvini sína. Allir reyni að hjálpast að í gegnum harmleikinn. „Við reynum að hjálpa hvert öðru. Það eru margir sem eru ekki á bíl. Við fórum núna með einn nágrannann í næsta bæ til að fara í apótek að fá lyfin sín. Við hjálpumst að sem erum hérna.“
Noregur Íslendingar erlendis Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31 Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30. desember 2020 11:31
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent