Geta ekki og vilja ekki veita fámennum hóp meiri hækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:48 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira