Að hugsa í tækifærum og lausnum Ásgeir Marinó Rudolfsson skrifar 18. apríl 2020 08:00 Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar