Ráðningar og auglýst störf: Ekki algjört frost í ráðningum Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2020 15:00 Jakobína H. Árnadóttir sviðstjóri ráðninga hjá Capacent og Sverrir Briem ráðgjafi og einn eigandi Hagvangs. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki eru í óvissu og umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun. Ráðgjafar Capacent og Hagvangs telja þó ekki að algjör stöðnun sé framundan í ráðningum. Hið opinbera er til dæmis í sterkri stöðu þar sem rekstraröryggi þeirra aðila er jákvætt. Í einkageiranum hefur hægt á en þar liggur styrkleikinn í sveigjanleikanum og hversu opinn markaðurinn er fyrir nýjungum. Vísir leitaði til Jakobínu Hólmfríðar Árnadóttur sviðstjóra ráðninga hjá Capacent og Sverris Briem ráðgjafa og einn af eigendum Hagvangs og spurði um stöðuna í ráðningum um þessar mundir. Spurt var: Eru fyrirtæki farin að draga að sér höndum með ráðningar, jafnvel hætt við ráðningar sem voru í bígerð? Hið opinbera í sterkri stöðu Jakobína segir ráðgjafa hjá Capacent ekki hafa orðið vör við að hætt sé við ráðningar sem þegar hafa verið komnar á dagskrá. Hún segir allan feril þó hafa breyst því nú sé verið að keyra vinnuna áfram með fjarviðtölum og fleira. ,,Við erum öllu vön í þeim efnum og umsækjendur flestir mjög færir tæknilega,“ segir Jakobína. Að sögn Jakobínu finna ráðgjafar Capacent fyrir því eins og aðrir að hægt hefur á atvinnulífinu. Hins vegar sé vel hægt að halda ráðningum áfram þar sem rekstraröryggi sé gott en það á þá helst við um opinbera aðila. ,,Við teljum engu að síður vel hægt að halda dampi í ráðningum ef rekstrarumhverfi fyrirtækja er jákvætt, ekki síst hjá hinu opinbera.“ Jakobína H. Árnadóttir, sviðstjóri ráðninga hjá Capasent.Vísir/Vilhelm Styrkleiki fólginn í sveigjanleikanum Sverrir Briem ráðgjafi og einn eigandi Hagvangs segir hægari takt en áður í ákvarðanatökum þeirra viðskiptavina. ,,Þó erum við að klára nokkrar ráðningar enda eru mismunandi ástæður fyrir því af hverju er verið að ráða,“ segir Sverrir og bætir við ,,Hvort verið sé að bæta við fólki og ráða í nýjar stöður eða hvort verið sé að ráða í aðrar stöður þar sem hreinlega vantar fólk vegna hreyfinga.“ Að sögn Sverris gerir Hagvangur ráð fyrir að hægari gangur verði á nýráðningum á komandi vikum. Ráðgjafar Hagvangs vinni nú þétt með viðskiptavinum hvað varðar þessi mál í því ástandi sem nú er. ,,Við sjáum þó ekki fram á algera stöðnun í ráðningum,“ segir Sverrir. Sverrir segir styrkleika á íslenskum vinnumarkaði vera hversu sveigjanlegur hann er og opinn fyrir nýjungum. Sem dæmi tekur hann hvernig fyrirtæki eru að bregðast við aðstæðum í kjölfar kórónuveirunnar og heftun smitleiða. ,,Viðskiptavinir okkar eru til dæmis strax farnir að vinna með okkur í gegnum fjarfundabúnaði svo þannig getum við leyst mörg af okkar verkefnum,“ segir Sverrir og bendir á hvernig þetta eitt og sér sýni hvernig markaðurinn býr sér til ný tækifæri. ,,Þannig erum við hreinlega strax að þróa nýja möguleika í okkar vinnuferlum sem á eftir að koma að góðum notum í framtíðinni,“ segir Sverrir. Sverrir Briem ráðgjafi og einn eigenda Hagvangs.Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni Alfreð má sjá í hvaða atvinnugreinum verið er að auglýsa eftir fólki. Samtals eru þar auglýst 260 störf og ef dreifing þeirra endurspeglar eitthvað í hvaða störf helst er verið að auglýsa eftir fólki eru það ýmiss þjónustustörf sem mælast hæst eða með ríflega 27% auglýstra starfa. Næst á eftir er auglýst eftir iðnaðarmönnum, eða sem samsvarar 19% auglýstra starfa. Tengdar fréttir Sex þúsund færðust í hlutastörf með mótframlagi í hruninu Eftir bankahrun nýttist úrræði um mótframlag í stað skerts starfshlutfalls um sex þúsund manns segir Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun. 18. mars 2020 13:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Umsóknir um bætur hrannast inn Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. 17. mars 2020 18:18 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Fyrirtæki eru í óvissu og umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun. Ráðgjafar Capacent og Hagvangs telja þó ekki að algjör stöðnun sé framundan í ráðningum. Hið opinbera er til dæmis í sterkri stöðu þar sem rekstraröryggi þeirra aðila er jákvætt. Í einkageiranum hefur hægt á en þar liggur styrkleikinn í sveigjanleikanum og hversu opinn markaðurinn er fyrir nýjungum. Vísir leitaði til Jakobínu Hólmfríðar Árnadóttur sviðstjóra ráðninga hjá Capacent og Sverris Briem ráðgjafa og einn af eigendum Hagvangs og spurði um stöðuna í ráðningum um þessar mundir. Spurt var: Eru fyrirtæki farin að draga að sér höndum með ráðningar, jafnvel hætt við ráðningar sem voru í bígerð? Hið opinbera í sterkri stöðu Jakobína segir ráðgjafa hjá Capacent ekki hafa orðið vör við að hætt sé við ráðningar sem þegar hafa verið komnar á dagskrá. Hún segir allan feril þó hafa breyst því nú sé verið að keyra vinnuna áfram með fjarviðtölum og fleira. ,,Við erum öllu vön í þeim efnum og umsækjendur flestir mjög færir tæknilega,“ segir Jakobína. Að sögn Jakobínu finna ráðgjafar Capacent fyrir því eins og aðrir að hægt hefur á atvinnulífinu. Hins vegar sé vel hægt að halda ráðningum áfram þar sem rekstraröryggi sé gott en það á þá helst við um opinbera aðila. ,,Við teljum engu að síður vel hægt að halda dampi í ráðningum ef rekstrarumhverfi fyrirtækja er jákvætt, ekki síst hjá hinu opinbera.“ Jakobína H. Árnadóttir, sviðstjóri ráðninga hjá Capasent.Vísir/Vilhelm Styrkleiki fólginn í sveigjanleikanum Sverrir Briem ráðgjafi og einn eigandi Hagvangs segir hægari takt en áður í ákvarðanatökum þeirra viðskiptavina. ,,Þó erum við að klára nokkrar ráðningar enda eru mismunandi ástæður fyrir því af hverju er verið að ráða,“ segir Sverrir og bætir við ,,Hvort verið sé að bæta við fólki og ráða í nýjar stöður eða hvort verið sé að ráða í aðrar stöður þar sem hreinlega vantar fólk vegna hreyfinga.“ Að sögn Sverris gerir Hagvangur ráð fyrir að hægari gangur verði á nýráðningum á komandi vikum. Ráðgjafar Hagvangs vinni nú þétt með viðskiptavinum hvað varðar þessi mál í því ástandi sem nú er. ,,Við sjáum þó ekki fram á algera stöðnun í ráðningum,“ segir Sverrir. Sverrir segir styrkleika á íslenskum vinnumarkaði vera hversu sveigjanlegur hann er og opinn fyrir nýjungum. Sem dæmi tekur hann hvernig fyrirtæki eru að bregðast við aðstæðum í kjölfar kórónuveirunnar og heftun smitleiða. ,,Viðskiptavinir okkar eru til dæmis strax farnir að vinna með okkur í gegnum fjarfundabúnaði svo þannig getum við leyst mörg af okkar verkefnum,“ segir Sverrir og bendir á hvernig þetta eitt og sér sýni hvernig markaðurinn býr sér til ný tækifæri. ,,Þannig erum við hreinlega strax að þróa nýja möguleika í okkar vinnuferlum sem á eftir að koma að góðum notum í framtíðinni,“ segir Sverrir. Sverrir Briem ráðgjafi og einn eigenda Hagvangs.Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni Alfreð má sjá í hvaða atvinnugreinum verið er að auglýsa eftir fólki. Samtals eru þar auglýst 260 störf og ef dreifing þeirra endurspeglar eitthvað í hvaða störf helst er verið að auglýsa eftir fólki eru það ýmiss þjónustustörf sem mælast hæst eða með ríflega 27% auglýstra starfa. Næst á eftir er auglýst eftir iðnaðarmönnum, eða sem samsvarar 19% auglýstra starfa.
Tengdar fréttir Sex þúsund færðust í hlutastörf með mótframlagi í hruninu Eftir bankahrun nýttist úrræði um mótframlag í stað skerts starfshlutfalls um sex þúsund manns segir Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun. 18. mars 2020 13:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Umsóknir um bætur hrannast inn Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. 17. mars 2020 18:18 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Sex þúsund færðust í hlutastörf með mótframlagi í hruninu Eftir bankahrun nýttist úrræði um mótframlag í stað skerts starfshlutfalls um sex þúsund manns segir Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun. 18. mars 2020 13:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00
Umsóknir um bætur hrannast inn Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. 17. mars 2020 18:18