Víða skert starfsemi í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:55 Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08
250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18