Stúdentar og COVID-19 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 08:30 Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar