Stúdentar og COVID-19 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 08:30 Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun