Samningur undirritaður í kjaradeilu í álverinu í Straumsvík og verkfalli frestað Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 18:57 Álverið í Straumsvík þar sem verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast í næstu viku. Þeim hefur nú verið frestað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar. Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar.
Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira