Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 20:32 Johnson forsætisráðherra útilokaði ekki að grípa til samkomu- eða útgöngubanns sem önnur ríki hafa beitt gegn faraldrinum þegar hann kynnti lokanir á skólum í dag. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Áður hafði verið greint frá skólalokunum í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. Johnson lýsti ákvörðuninni sem málamiðlun á fréttamannafundi í dag. Lokun skólanna gæti hjálpað til við hefta útbreiðslu veirunnar en hún gæti einnig haldið lykilstarfsfólki í samfélaginu frá vinnu. Því verða skólarnir enn látnir taka við börnum þeirra sem eru taldir vinna nauðsynleg störf, þar á meðal börnum heilbrigðisstarfsfólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rúmlega hundrað manns hafa látist í faraldrinum á Bretlandi og á þriðja þúsund greinst smituð til þessa. Faraldurinn er byrjaður að valda miklum usla og hefur ríkisstjórn Johnson verið gagnrýnd fyrir að vera seinni til viðbragða en margar aðrar þjóðir. Stærstu stórmarkaðir landsins hafa gripið til skammtana þar sem ekkert lát er á því að viðskiptavinir hamstri vörur. Reuters-fréttastofan segir að víða séu tómar hillur og langar raðir hafi myndast fyrir utan sumar verslanir. Yfirvöld og verslanirnar sjálfar hafa hvatt fólk til að hætta hamstri af tillitssemi við meðborgara sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Áður hafði verið greint frá skólalokunum í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. Johnson lýsti ákvörðuninni sem málamiðlun á fréttamannafundi í dag. Lokun skólanna gæti hjálpað til við hefta útbreiðslu veirunnar en hún gæti einnig haldið lykilstarfsfólki í samfélaginu frá vinnu. Því verða skólarnir enn látnir taka við börnum þeirra sem eru taldir vinna nauðsynleg störf, þar á meðal börnum heilbrigðisstarfsfólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rúmlega hundrað manns hafa látist í faraldrinum á Bretlandi og á þriðja þúsund greinst smituð til þessa. Faraldurinn er byrjaður að valda miklum usla og hefur ríkisstjórn Johnson verið gagnrýnd fyrir að vera seinni til viðbragða en margar aðrar þjóðir. Stærstu stórmarkaðir landsins hafa gripið til skammtana þar sem ekkert lát er á því að viðskiptavinir hamstri vörur. Reuters-fréttastofan segir að víða séu tómar hillur og langar raðir hafi myndast fyrir utan sumar verslanir. Yfirvöld og verslanirnar sjálfar hafa hvatt fólk til að hætta hamstri af tillitssemi við meðborgara sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42