Tónlist

Svona voru ris­a­tón­leikarnir One World: Toget­her at Home

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sir Elton John verður meðal þeirra sem fram koma.
Sir Elton John verður meðal þeirra sem fram koma. Vísir/EPA

Samtökin Global Citizen og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) standa fyrir risastórum viðburði, One World: Together at Home, tileinkuðum Together at Home herferðinni, þar sem fólk er hvatt til að gera hvað það getur til þess að draga úr mögulegri útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 til þess að létta undir með heilbrigðiskerfum heimsins. Viðburðurinn, sem verður tvískiptur, skartar mörgum af þekktustu tónlistarmönnum samtímans og verður honum streymt í beinni á netinu.

Lesa má meira um viðburðinn hér.

Líkt og áður sagði er viðburðurinn tvískiptur, en fyrri hluta hans verður streymt beint á netinu áður en hann verður færðir í línulega dagskrá.

Meðal þeirra sem fram koma í fyrri hlutanum eru Jessie J, Ellie Goulding, Niall Horan og Rita Ora. Þegar komið veður í línulega dagskrá verða það svo stórstjörnur á borð við Sir Elton John, Billie Eilish, Sir Paul McCartney, Lady Gaga og Rolling Stones sem taka við hljóðnemanum og trylla lýðinn sem heima situr, rétt eins og tónlistarfólkið. Þó verða það ekki bara tónlistarmenn sem koma fram á viðburðinum, en heilbrigðismálasérfræðingar, framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfum heimsins og leiðtogar ríkja heims koma einnig við sögu.

Hér að neðan má fylgjast með One World: Together at Home.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.