„Gera fólki kleift að flýja þennan raunveruleika” Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 17:30 Gunnar Leó og hans samstarfsmenn urðu að breyta verulega til eftir kórónufaraldinn. „Við erum staðráðin í því að líta á þessa erfiðleika sem sóknartækifæri og erum nú á fullu að aðlaga reksturinn að breyttu rekstrarumhverfi. Við höfum fjárfest í sýndarveruleika gleraugum, leikjatölvum, borðspilum, karíókí-græjum og öðrum álíka búnaði, sem er kjörin afþreying fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að notast við í heimahúsum,” segir Gunnar Leó Pálsson verkefnastjóri Rent A Party. Líkt og nafn fyrirtækisins gefur til kynna þá sérhæfir það sig í því að leigja út alls kyns búnað fyrir mannfögnuði og viðburði. Í ljósi aðstæðna hefur fyrirtækið þurft að huga að miklum breytingum, enda samkomubann í gildi og afskaplega lítið um veislur og viðburði um þessar mundir. Fyrirtækið finnur óhjákvæmilega fyrir samdrætti, enda bitna áhrif kórónuveirunnar illa á fyrirtækjum í skemmtana- og viðburðageiranum. Gleraugun nokkuð vinsæl. „Við erum að horfa á 95 - 100 % samdrátt á þeim árstíma sem er almennt hvað stærstur á árinu hjá fyrirtækinu. Undir venjulegum kringumstæðum komum við almennt að um 30-50 veislum á einn eða annan máta um hverja einustu helgi og vorum til að mynda með bókaðan búnað í rúmlega 100 fermingar,” segir Gunnar Leó spurður út í áhrif kórónuveirunnar á reksturinn. Gleraugun vinsæl Eins og áður segir hefur fyrirtækið fjárfest í nýjum vörum til að aðlagast breyttu rekstrarumhverfi og segist Gunnar Leó finna fyrir því að fólk sé að taka vel í nýju vörurnar. „Fyrstu viðbrögð við þessari nýbreytni eru afar góð og þetta nýja vöruúrval er að vekja lukku. Sýndarveruleika gleraugun eru sérstaklega vinsæl en þau eru bæði frábær skemmtun og gera fólki kleift að flýja þennan raunveruleika fyrir einhvern meira spennandi, sem er líklega sérstaklega eftirsóknarvert þessa dagana. Þá hefur einnig verið nokkuð um að fólk sé að bóka karíókí-græjurnar okkar og höfum við fengið fregnir af bráðskemmtilegum karíókí-fjölskyldukvöldum, en sú tilhugsun gleður okkur sérstaklega þessa dagana,” útskýrir Gunnar Leó. Hann segir jafnframt að fyrirtækið ætli sér að koma sterkara sem aldrei fyrr úr þessu erfiða ástandi. „ Við ætlum okkur að koma fílefld til baka, þegar við sem þjóð höfum sigrast á þessari vá og samkomubanninu verður aflétt. Við vonumst jafnframt til þess að þessi viðsnúningur í vöruframboði muni stytta fólki stundir og létta okkur lífróðurinn þangað til.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Við erum staðráðin í því að líta á þessa erfiðleika sem sóknartækifæri og erum nú á fullu að aðlaga reksturinn að breyttu rekstrarumhverfi. Við höfum fjárfest í sýndarveruleika gleraugum, leikjatölvum, borðspilum, karíókí-græjum og öðrum álíka búnaði, sem er kjörin afþreying fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að notast við í heimahúsum,” segir Gunnar Leó Pálsson verkefnastjóri Rent A Party. Líkt og nafn fyrirtækisins gefur til kynna þá sérhæfir það sig í því að leigja út alls kyns búnað fyrir mannfögnuði og viðburði. Í ljósi aðstæðna hefur fyrirtækið þurft að huga að miklum breytingum, enda samkomubann í gildi og afskaplega lítið um veislur og viðburði um þessar mundir. Fyrirtækið finnur óhjákvæmilega fyrir samdrætti, enda bitna áhrif kórónuveirunnar illa á fyrirtækjum í skemmtana- og viðburðageiranum. Gleraugun nokkuð vinsæl. „Við erum að horfa á 95 - 100 % samdrátt á þeim árstíma sem er almennt hvað stærstur á árinu hjá fyrirtækinu. Undir venjulegum kringumstæðum komum við almennt að um 30-50 veislum á einn eða annan máta um hverja einustu helgi og vorum til að mynda með bókaðan búnað í rúmlega 100 fermingar,” segir Gunnar Leó spurður út í áhrif kórónuveirunnar á reksturinn. Gleraugun vinsæl Eins og áður segir hefur fyrirtækið fjárfest í nýjum vörum til að aðlagast breyttu rekstrarumhverfi og segist Gunnar Leó finna fyrir því að fólk sé að taka vel í nýju vörurnar. „Fyrstu viðbrögð við þessari nýbreytni eru afar góð og þetta nýja vöruúrval er að vekja lukku. Sýndarveruleika gleraugun eru sérstaklega vinsæl en þau eru bæði frábær skemmtun og gera fólki kleift að flýja þennan raunveruleika fyrir einhvern meira spennandi, sem er líklega sérstaklega eftirsóknarvert þessa dagana. Þá hefur einnig verið nokkuð um að fólk sé að bóka karíókí-græjurnar okkar og höfum við fengið fregnir af bráðskemmtilegum karíókí-fjölskyldukvöldum, en sú tilhugsun gleður okkur sérstaklega þessa dagana,” útskýrir Gunnar Leó. Hann segir jafnframt að fyrirtækið ætli sér að koma sterkara sem aldrei fyrr úr þessu erfiða ástandi. „ Við ætlum okkur að koma fílefld til baka, þegar við sem þjóð höfum sigrast á þessari vá og samkomubanninu verður aflétt. Við vonumst jafnframt til þess að þessi viðsnúningur í vöruframboði muni stytta fólki stundir og létta okkur lífróðurinn þangað til.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira