Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 23:21 Ekki kemur fram í færslu lögreglunnar um hvaða kappleiki á höfuðborgarsvæðinu smitin gætu tengst. Margir Eyjamenn lögðu hins vegar leið sína í Laugardalshöll til að sjá sína menn leggja Stjörnuna í bikarúrslitaleik 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví eftir að einn úr þjálfaraliðinu greindist smitaður innan við viku eftir leikinn. Vísir/Daníel Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07
Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41