Körfubolti

Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson sér um Domno´s Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld.
Kjartan Atli Kjartansson sér um Domno´s Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Skjámynd/S2 Sport

Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin.

Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands.

„Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið

Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni.

„Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli.

„Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli

„Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli.

Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00.


Tengdar fréttir

Hannes: Sparið stóru orðin

„Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×