Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira