Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þar var hann spurður að því hvernig fylgst væri með því hvort verið væri að fara eftir samkomubanninu. Nefndi fréttamaður á fundinum að hann hefði farið í verslun í gær þar sem ekki var talið inn í búðina og aðeins einn dunkur með sótthreinsandi efni fyrir viðskiptavini sjáanlegur. „Við fylgjumst fyrst og fremst með því í gegnum svona ábendingar eins og þessa og reynum að koma á framfæri við viðkomandi upplýsingum og hvetja menn til þess að vera ábyrgir og sýna þátttöku í þessu. En þetta er auðvitað áhyggjuefni finnst okkur aðeins núna. Við erum ekki nema á fimmta degi í þessu samkomubanni og við erum strax að sjá fleiri dæmi um það að menn séu eitthvað að slaka á í því sem menn voru mjög öflugir í á mánudaginn. Það er áhyggjuefni,“ sagði Víðir. Ekki blanda saman hópum utan skóla eða vinnu Þá var spurt út í það hvort að börn mættu leika sér saman úti. Víðir svaraði því til að í dag yrði skerpt á reglum varðandi þetta. Það væri þá þannig að börn sem ekki væru í sama hóp í skólanum ættu heldur ekki að blandast utan skólatíma. Þannig væri í lagi að leika við bekkjarfélagana en ekki aðra skólafélaga eða krakka úr öðrum skólum. Það sama gilti um fullorðna sem ynnu á vinnustað sem búið væri að skipta upp í svæði. Fólk sem væri ekki að vinna á sama svæði ætti ekki að blandast heldur utan vinnutíma, til dæmis ekki vera að fara á kaffihús saman eftir vinnu eða út að borða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira