Heima-helgistundir í beinni á Vísi næstu sunnudaga 21. mars 2020 11:15 Fyrstu heima-helgistundinni verður streymt frá Laugarneskirkju á morgun sunnudag klukkan 17. Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars. Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu segir aðstæður í samfélaginu kalla á nýja nálgun í þjónustu kirkjunnar. „Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur segir marga setja sig í samband við kirkjuna þessa dagana. Þegar reyni á komi í ljós að kirkjan gegni margþættu hlutverki. „Við gleymum því oft hvað kirkjan er mikill þátttakandi í samfélaginu. Hún er ennþá hornsteinn í okkar fjölbreytta félags- menningar og trúarlífi. Fólk hefur samband og veltir ýmsu fyrir sér í skipulagningu kirkjunnar sem það gerði ráð fyrir en breytist með samkomubanni. Sem dæmi má nefna fermingarstundir færast úr stað, sem eru örugglega fjölmennustu ættarmót Íslands. Breyttar útfærslur á útförum, þessi síðasti spölur sem við eigum með ástvinum okkar sem er viðkvæm, mikilvæg og falleg stund. Þá er ofboðslega fjölbreytt, fjölmennt og öflugt eldriborgarastarf sem fram fer í kirkjunni sem riðlast til í þeirri félagslegu kreppu sem samkomubann er. Kirkjan er því hornsteinn í menningar- og félagslífi Íslands og þarf að hugsa upp nýjar leiðir til að uppfylla þá þjónustuskyldu. Heimahelgistund er liður í því. Okkar upplifun er að fólk er andlega leitandi á þessum tímum. Fólk leitar í trú, von og kærleika þegar það tekst á við krefjandi verkefni. Við leitum í Æðruleysisbænina og sækjum þangað sátt, kjark og vit. Það er bæði áskorun fyrir kirkjuna að bjóða upp á þá andlegu þjónustu sem fólk hefur ríka þörf á og skylda sem þjóðkirkja að vera andlegur, félagslegur og menningarlegur hornsteinn á krefjandi tímum. Auk þessa verður kirkjan með þætti á Hringbraut þar sem við ræðum von, trú og framtíð. Við verðum daglega með hugvekjur og pistla í Morgunblaðinu. Þá er komið barnaefni á netið sem hægt er að nálgast. Netkirkjan býður upp á faglega sálgæslu á öllum tímum sólahringsins. Svo verður að sjálfsögðu Páskamessa í sjónvarpi landsmanna – upprisan og sigur lífsins á dauðanum. Þannig kveðum við þennan veirufjanda í kútinn. Við komum með kirkjuna til þjóðarinnar. Minna á það ekki að vera. Fyrst og fremst viljum við vera nálægt fólkinu okkar og vera til staðar á þessum sérstöku tímum og það er kveikjan að Heima-helgistundunum. Við erum þetta ástand saman og við sigrum þessa áskorun samtaka. Við viljum að fólk finni að það er birta og von í þessu öllu og á endanum lifir ljósið, lífið og framtíðin.“ Beint streymi frá Heima-helgistundinni hefst klukkan 17 á sunnudaginn. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Biskupsstofu. Tengdar fréttir Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira
Heima-helgistundum á vegum þjóðkirkjunnar verður streymt hér á Vísi næstu fjóra sunnudaga. Fyrsta útsendingin verður frá Laugarneskirkju klukkan 17 á morgun, sunnudaginn 22. mars. Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu segir aðstæður í samfélaginu kalla á nýja nálgun í þjónustu kirkjunnar. „Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur segir marga setja sig í samband við kirkjuna þessa dagana. Þegar reyni á komi í ljós að kirkjan gegni margþættu hlutverki. „Við gleymum því oft hvað kirkjan er mikill þátttakandi í samfélaginu. Hún er ennþá hornsteinn í okkar fjölbreytta félags- menningar og trúarlífi. Fólk hefur samband og veltir ýmsu fyrir sér í skipulagningu kirkjunnar sem það gerði ráð fyrir en breytist með samkomubanni. Sem dæmi má nefna fermingarstundir færast úr stað, sem eru örugglega fjölmennustu ættarmót Íslands. Breyttar útfærslur á útförum, þessi síðasti spölur sem við eigum með ástvinum okkar sem er viðkvæm, mikilvæg og falleg stund. Þá er ofboðslega fjölbreytt, fjölmennt og öflugt eldriborgarastarf sem fram fer í kirkjunni sem riðlast til í þeirri félagslegu kreppu sem samkomubann er. Kirkjan er því hornsteinn í menningar- og félagslífi Íslands og þarf að hugsa upp nýjar leiðir til að uppfylla þá þjónustuskyldu. Heimahelgistund er liður í því. Okkar upplifun er að fólk er andlega leitandi á þessum tímum. Fólk leitar í trú, von og kærleika þegar það tekst á við krefjandi verkefni. Við leitum í Æðruleysisbænina og sækjum þangað sátt, kjark og vit. Það er bæði áskorun fyrir kirkjuna að bjóða upp á þá andlegu þjónustu sem fólk hefur ríka þörf á og skylda sem þjóðkirkja að vera andlegur, félagslegur og menningarlegur hornsteinn á krefjandi tímum. Auk þessa verður kirkjan með þætti á Hringbraut þar sem við ræðum von, trú og framtíð. Við verðum daglega með hugvekjur og pistla í Morgunblaðinu. Þá er komið barnaefni á netið sem hægt er að nálgast. Netkirkjan býður upp á faglega sálgæslu á öllum tímum sólahringsins. Svo verður að sjálfsögðu Páskamessa í sjónvarpi landsmanna – upprisan og sigur lífsins á dauðanum. Þannig kveðum við þennan veirufjanda í kútinn. Við komum með kirkjuna til þjóðarinnar. Minna á það ekki að vera. Fyrst og fremst viljum við vera nálægt fólkinu okkar og vera til staðar á þessum sérstöku tímum og það er kveikjan að Heima-helgistundunum. Við erum þetta ástand saman og við sigrum þessa áskorun samtaka. Við viljum að fólk finni að það er birta og von í þessu öllu og á endanum lifir ljósið, lífið og framtíðin.“ Beint streymi frá Heima-helgistundinni hefst klukkan 17 á sunnudaginn. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Biskupsstofu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira
Bein útsending: Heimahelgistund í Laugarneskirkju Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju. 22. mars 2020 16:00