Föstudagsplaylisti Mannveiru Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2020 16:07 Svartmálmssveitin Mannveira. Elvar Ö. Egilsson Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira