Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 10:46 Íbúasamtök í Seúl hafa tekið að sér að sótthreinsa ýmsa staði eins og almenningsgarða í nágrenni þeirra til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Lee Jin-man Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34
Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38