Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 11:47 Sjúkrahús á Bretlandi hafa glímt við skort á nauðsynlegum búnaði til að glíma við kórónuveirufaraldurinn og telur starfsfólk sig í hættu vegna þess. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39
Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32