Íslendingar sem hafa fengið staðfesta greiningu á kórónuveirunni skipta nú hundruðum og það er vitað mál að þeim muni fjölga næstu vikurnar. Mjög misjafnt er hversu veikt fólk verður af veirunni, sumir finna fyrir smá slappleika á meðan aðrir fá háan hita og erfiðleika við öndun. Sumir verða svo veikir að þeir þurfa að leggjast jafnvel inn á spítala. Í Kompási er rætt við fjóra Íslendingum sem eiga það sameiginlegt að hafa greinst með veiruna. Fyrsta tilfelli um kórónuveirusmit greindist hér á landi 28. febrúar þegar karlmaður á fimmtugsaldri var lagður inn á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknis líkjast helstu einkenni COVID-19 inflúensusýkingu. Það er hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta og svo framvegis. Meltingareinkenni, eins og kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur, eru ekki áberandi en eru þó þekkt. Kórónuveiran getur þó valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu á fjórða til áttunda degi veikinda. Þá er varað við því að veikindin geti verið langvinn. Varð veik um leið og ég kom heim Hera Sólveig Ívarsdóttir er ein þeirra sem greindist með veiruna eftir að hún flaug til landsins. Hún er búsett í Seattle í Bandaríkjunum og kom til Íslands í frí. Fljótlega eftir komuna greindist hún með kórónuveiruna. Kompás fékk ráðleggingar frá almannavörnum hvernig best væri að nálgast einstaklinga sem greindir væru með veiruna fyrir viðtal og skilaboðin voru skýr. Ekki minna en fimm metra fjarlægð. „Bara eiginlega um leið og ég lenti þá varð ég veik. Ég hafði ekkert fundið fyrir þessu áður en svo byrjaði þetta bara svona að stigmagnast næstu daga,“ Hera segist ekki hafa haft grun um að hún væri smituð. „Ég hélt að ég væri bara með kvef en svo bara með umfjöllunina alla í kringum sig þá hélt ég mér í sóttkví um leið og ég kom heim,“ segir hún. Hera Sólveig Ívarsdóttir er búsett í Seattle í Washington-fylki í Bandaríkjunum.Kompás Eins og að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun Hera tilkynnti um veikindi sín til heilbrigðisyfirvalda og fór á næstu heilsugæslustöð þar sem sýni voru tekin á bílaplani fyrir utan. Hera er með astma en veiran er sögð leggjast þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi öndunarfæravandamál. „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég bara að þetta væri kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig við að anda inn. Þetta var eins og að anda inn efni sem brennir lungun.“ Rúmri viku eftir komuna til Íslands voru veikindin orðin það slæm að Hera var færð á sjúkrahús. „Þá er ég hérna, Hera, á degi númer tíu. Komin á spítala og verið að testa mig. Það er haldið kannski að ég sé með lifrarbólgu og lungnabólgu ofan í þennan frábæra vírus, þannig að við bara bíðum og sjáum. Mér líður ágætlega svo sem. Andlega líðan er bara fín. Maður er bara svo lítið einn í einangruninni. Lítið að gera því ég gleymdi að taka eitthvað með mér. Ég er bara með símann minn. Ég er inni í þessum gámi hérna á Landspítalanum. Fólk er frábært og búið að vera ótrúlega vel hugsað um mig. Klukkan er hálf eitt að nóttu til þannig að spennan heldur bara áfram að bíða og sjá hvað kemur úr niðurstöðunum,“ sagði Hera á myndskeiði þegar hún lá inni á Landspítalanum. Hafa lært mikið um veiruna frá því hún skaut upp kollinum „Við höfum lært mjög mikið. Þetta er ný veira þannig að nýjar upplýsingar komu daglega í byrjun og við erum komin með nokkuð góða mynd af þessari veiru núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Í upphafi var þetta þannig að talað var um faraldurinn og þessa lungnasýkingu í Wuhan-borg sérstaklega. Kínverjar sögðu veiruna ekki smitast á milli manna. Þá töldu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu að veiran smitaðist ekki á milli manna. Síðan kom nú annað í ljós og menn fóru að læra á hversu smitandi veiran er í raun og veru. Hvenær einstaklingar byrja að smita og hvað þeir eru smitandi lengi. Hvað meðgöngutíminn er langur, hvað tekur langan tíma frá því maður smitast þangað til að maður veikist. Hver einkennin eru. Hvenær maður fer að veikjast alvarlega í veikindunum. Þetta er allt orðið nokkuð ljóst núna og er allt hjálplegt og nauðsynlegt til þess að geta átt við svona veikindi,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Kompás Björn átti ekki von á að smitast Björn Ingi Knútsson greindist með COVID-19 þann 4. mars. Við hittum hann í sumarbústað í Kjós síðastliðinn föstudag en þá hafði hann verið í 18 daga í einangrun, fyrst á heimili sínu í Reykjavík og svo í bústaðnum. Hann telur að hann hafi smitast þegar hann fór með mat heim til vinafólks sem þá var nýkomið heim úr skíðaferð til Ítalíu. Vinafólkið, sem fann fyrir vægum einkennum, hafði sjálfskipað sig í sóttkví við heimkomuna þrátt fyrir að hafa verið utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma. „Ég passaði mig á því að koma hvergi nálægt þeim. Ég drakk einn kaffibolla sem ég sótti sjálfur og var í rúmlega tveggja metra fjarlægð frá þeim.“ segir Björn Ingi. Það þurfti þó ekki meira til og tveimur dögum síðar fundu Björn Ingi og unnusta hans fyrir slappleika. „Ég fer í göngu seinnipartinn á þriðjudag á Esjuna og kemst ekki nema upp í miðja Esju þá er ég eins og sprungin blaðra. Mer fannst það mjög óeðlilegt miðað við mig því ég geng töluvert á fjöll. En um kvöldið fékk ég strax þessi flensueinkenni,“ segir Björn. Björn Ingi Knútsson er í einangrun í sumarbústað í Kjós.Kompás Fékk beinverki og mikinn hita um nóttina „Bara svona þessi týpísku flensueinkenni nema þau bara ganga ekki til baka neitt. Ég er bara með hita kvöld og morgna í 12 daga.“ Dag eftir dag var hann með allt að 40 stiga hita. Hann segir einkennin hafa að hluta lýst sér eins og hefðbundin flensueinkenni. „Nema þá voru kannski svolítið mikil þyngsli fyrir brjóstinu, töluverður hósti og beinverkir og vanlíðan. Og það sem var kannski öðruvísi en venjuleg flensa er það að fjórar nætur í röð þá svitnaði ég út úr rúminu, þurfti að fara í sturtu um miðja nótt, taka af rúminu og svo framvegis. Það fannst mér vera óeðlilegt,“ segir Björn. Eðlilegum hlutum eins og að heilsast, faðmast og kyssast var kippt frá okkur „Þetta er mjög skrýtið en ég held að maður eigi að líta á þetta sem tímabundið ástand. Þetta vekur okkur til umhugsunar um mjög margt sem við höfum ekki verið að hugsa um dagsdaglega,“ segir Þórólfur. „Almenningur hefur ekki mikið verið að hugsa um hvernig smit verður. Hvernig bakteríur og hvernig veirur smitast á milli manna. Þetta er einfalt í sjálfu sér hvernig veirur og bakteríur smitast. En það tekur bara tíma fyrir fólk að læra þetta og hugsa sitt líf upp á nýtt. Þetta eru nýir staðlar, nýjar venjur, nýja hugsanir en ég held að fólk eigi að líta á þetta þannig að þetta er tímabundið. Þetta mun ganga yfir. Það verður fróðlegt líka að sjá þegar að þetta er gengið yfir hvernig fólk muni haga sér og hvort fólk muni breyta sínum venjum eða hvort við föllum aftur í sama farið.“ Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen eru í einangrun á Seltjarnarnesi.Kompás Vinir í einangrun Félagarnir Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sitja í einangrun eftir heimkomu úr skíðaferð til Austurríkis. Þeir reyndust jákvæðir fyrir veirunni eftir sýnatöku og tóku ákvörðun um að vera saman í einangrun. Við hittum þá á sjöunda degi einangrunar í íbúð Páls á Seltjarnarnesi. „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim. Þannig að okkur grunaði að við værum með þetta,“ segir Páll. „Síðan er það víst þannig líka að maður er alltaf slappur eftir svona ferð. Það er kannski drukkið svolítið mikið og síðan er maður að renna sér á hverjum einasta degi, þannig að maður er kominn með þessa beinverki. Maður er með svona þynnkueinkenni sem eru svipuð eins og þessi COVID veira,“ segir Ingi. Hefur ekki fundið svona einkenni áður „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi. Björn Ingi segist þó ekki hafa orðið hræddur, hvorki þegar hann fékk greininguna né þegar hann var hvað veikastur. Hann sé almennt heilsuhraustur og ekki með undirliggjandi sjúkdóm nema þá háan blóðþrýsting. Eftir að Björn Ingi greindist með COVID 19 voru tveir vinnufélagar og sonur hans settir í sóttkví. Enginn þeirra reyndist hafa smitast. Hann smitaði hins vegar unnustu sína. „Við höfum eiginlega haldist í hendur í gegnum þessi veikindi en einkennin verið öðruvísi. Hún hefur ekki fengið þennan háa hita eins og ég og ég aftur á móti ekki fengið þennan hósta og þessi miklu þyngsl fyrir brjóstið eins og hún. Hún var til dæmis með mikla vöðvaverki og hljóðaði stundum undan verkjum. Ég fékk til dæmis aldrei neitt slíkt.“ Hann segist vera ánægður með hvernig tekið hafi verið utan um hann eftir að hann greindist. Heilbrigðisstarfsfólk hafi reglulega haft samband. Björn Ingi neitar því ekki að síðustu 18 dagar hafi verið erfiðir. „Við höfum þó hvort annað og ferfætlinginn sem hefur virkilega stytt okkur stundirnar líka. Ég segi það ekki að vistin í íbúðinni í Reykjavík var kannski orðin svolítið þreytt,“ segir Björn Ingi. Maður verður að vera bjartsýnn á meðan þetta gengur yfir „Það var leiðinlegt að heyra að maður sé veikur en við bjuggumst svo sem alveg við því. Það var orðið það mikið af sýkingum þarna á þessu svæði,“ segir Páll. „Og líka, ef maður reynir að vera bjartsýnn, þá er fínt að vera búinn með þetta.“ „Ef maður þarf að fá þetta á annað borð, gera það bara strax,“ segir Ingi. Margir hafa veikst eftir skíðaferð til Austurríkis.Getty Dagarnir misgóðir eða misslæmir „Fyrst var þetta svona stigmagnandi. Og þetta var svolítið bara að maður væri slappur, aðallega skrítið að anda. Svo leið mér aðeins betur. Svo leið mér miklu verr og fór upp á spítala, var ráðlagt að gera það, og fór í einangrunarhylkin þar, sem þau eru með. Frábærir læknarnir sem sáu um mig og daginn eftir leið mér bara vel og núna er ég hitalaus og öll að koma til,“ segir Hera. Mun veiran skjóta upp kollinum aftur í haust? „Það er ekkert hægt að útiloka í framtíðinni, algjörlega ekki. Það sem að getur gerst, og maður er að vonast til, er að það verði eins fáir eins og hægt er sem að sýkist og sérstaklega af svona viðkvæmum hópum. Að við náum að halda veikindunum algjörlega frá þeim. Það sem að hins vegar gæti gerst síðan í framhaldinu, eins og gerðist með SARS, að veiran dó út hreinlega. Hún lifir ekki endalaust. Hún þarf að komast inn í mannslíkamann til þess að fjölga sér og dreifa sér þannig. Þannig að ef okkur tekst að loka fólk af og veiran situr bara eftir á borðinu eða á hurðarhúnum og enginn kemst í tæri við hana, þá deyr hún á nokkrum dögum,“ segir Þórólfur. „Hins vegar getur það gerst að ef það er ákveðinn hluti þjóðarinnar móttækilegur áfram eftir til dæmis sumartímann eða eitthvað slíkt, og veiran er ennþá á fullu blússi einhvers staðar annars staðar þá er mögulegt að hún komi aftur og að einstaklingar muni sýkjast aftur,“ segir Þórólfur. Hefur nú verið einkennalaus í sumarbústaðnum í nokkra daga „Bara hver dagur betri og nær því að vera bara eins eðlilegur og hægt er.“ segir Björn. Þrívíddarteikning af kórónuveirunni.Getty Hann var þó ekki alveg klár á því hvenær hann mætti snúa aftur út í samfélagið en var þó frekar spenntur að losna úr einangrun. „Ég skil það vel að fólk sé smeykt við mann. Ef að læknarnir eru búnir að gefa þér heilbrigðisvottorð máttu fara út og eins og mér í sagt í dag þá er mjög ólíklegt að þú smitist aftur af sömu veiru. Þú ert búin að byggja ákveðið mótefni í líkamanum fyrir þessu.“ Sóttvarnalæknir hefur þurft að venja sig af slæmum siðum vegna veirunnar „Já, já ég hef verið að passa mig miklu meira. Maður hefur alltaf tilhneigingu til að vera með hendurnar í andlitinu. Maður er að klóra sér í andlitinu og maður er að reyna að venja sig af því eins og maður getur og maður er að spritta sig meira en maður hefur gert, kannski líka í ljósi þess að við erum með mjög viðkvæma starfsemi hjá Sóttvarnalækni og Embætti landlæknis og hjá Almannavörnum. Það ríður mjög á að við gerum allt sem við getum til þess að fyrirbyggja það að við veikjumst og sýkjumst sjálf. Maður er vissulega miklu meðvitaðri fyrir sína eigin parta eins og held ég allir landsmenn séu og vonandi mun það endast áfram.“ Taka þetta á gleðinni og reyna að vera hressir „Ég held að það sé auðvelt í þessum aðstæðum að missa svona sjónar af því sem skiptir máli og fara í eitthvað svartnætti en við tókum ákvörðun í byrjun að taka þetta á gleðinni og reyna að vera hressir,“ segir Páll. „Við erum líka búnir að vera taka okkur á í ræktinni. Tökum eina æfingu á dag. Erum bara báðir að léttast og styrkjast,“ segir Ingi. Páll og Ingi hafa aðeins mælst með nokkrar kommur síðan þeir veiktust. Fyrstu dagana voru þeir með þurran hósta en hafa ekki orðið mjög lasnir. Eftir að þeir greindust hafa þeir þó undirbúið sig fyrir að geta orðið veikari. „Halda heilsu og við í rauninni ákváðum að gera allt sem við getum til þess að hjálpa ónæmiskerfinu. Þannig að við erum búnir að vera að leggja mikla áherslu á að borða hollt og vel; hreyfa okkur. Tökum lýsi á hverjum morgni; tökum vítamín. Okkur finnst það hafa hjálpað helling,“ segir Páll. Viðmælendur okkar í Kompási hafa fengið ólík einkenni vegna kórónuveirunnar og afleiðingarnar eru misjafnar. Á meðan einn þurfti að fara á spítala hafa aðrir varla fundið fyrir einkennum. Ekki er vitað af hverju veiran leggst misjafnlega á fólk. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar heldur að sjálfsögðu áfram að fjalla um kórónuveiruna næstu vikur og afleiðingar hennar á líf okkar og samfélag. Ef þú hefur ábendingu um frétt eða mál sem á heima í Kompás hafðu þá samband í gegnum kompas@stod2.is. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
Íslendingar sem hafa fengið staðfesta greiningu á kórónuveirunni skipta nú hundruðum og það er vitað mál að þeim muni fjölga næstu vikurnar. Mjög misjafnt er hversu veikt fólk verður af veirunni, sumir finna fyrir smá slappleika á meðan aðrir fá háan hita og erfiðleika við öndun. Sumir verða svo veikir að þeir þurfa að leggjast jafnvel inn á spítala. Í Kompási er rætt við fjóra Íslendingum sem eiga það sameiginlegt að hafa greinst með veiruna. Fyrsta tilfelli um kórónuveirusmit greindist hér á landi 28. febrúar þegar karlmaður á fimmtugsaldri var lagður inn á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknis líkjast helstu einkenni COVID-19 inflúensusýkingu. Það er hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta og svo framvegis. Meltingareinkenni, eins og kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur, eru ekki áberandi en eru þó þekkt. Kórónuveiran getur þó valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu á fjórða til áttunda degi veikinda. Þá er varað við því að veikindin geti verið langvinn. Varð veik um leið og ég kom heim Hera Sólveig Ívarsdóttir er ein þeirra sem greindist með veiruna eftir að hún flaug til landsins. Hún er búsett í Seattle í Bandaríkjunum og kom til Íslands í frí. Fljótlega eftir komuna greindist hún með kórónuveiruna. Kompás fékk ráðleggingar frá almannavörnum hvernig best væri að nálgast einstaklinga sem greindir væru með veiruna fyrir viðtal og skilaboðin voru skýr. Ekki minna en fimm metra fjarlægð. „Bara eiginlega um leið og ég lenti þá varð ég veik. Ég hafði ekkert fundið fyrir þessu áður en svo byrjaði þetta bara svona að stigmagnast næstu daga,“ Hera segist ekki hafa haft grun um að hún væri smituð. „Ég hélt að ég væri bara með kvef en svo bara með umfjöllunina alla í kringum sig þá hélt ég mér í sóttkví um leið og ég kom heim,“ segir hún. Hera Sólveig Ívarsdóttir er búsett í Seattle í Washington-fylki í Bandaríkjunum.Kompás Eins og að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun Hera tilkynnti um veikindi sín til heilbrigðisyfirvalda og fór á næstu heilsugæslustöð þar sem sýni voru tekin á bílaplani fyrir utan. Hera er með astma en veiran er sögð leggjast þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi öndunarfæravandamál. „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég bara að þetta væri kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig við að anda inn. Þetta var eins og að anda inn efni sem brennir lungun.“ Rúmri viku eftir komuna til Íslands voru veikindin orðin það slæm að Hera var færð á sjúkrahús. „Þá er ég hérna, Hera, á degi númer tíu. Komin á spítala og verið að testa mig. Það er haldið kannski að ég sé með lifrarbólgu og lungnabólgu ofan í þennan frábæra vírus, þannig að við bara bíðum og sjáum. Mér líður ágætlega svo sem. Andlega líðan er bara fín. Maður er bara svo lítið einn í einangruninni. Lítið að gera því ég gleymdi að taka eitthvað með mér. Ég er bara með símann minn. Ég er inni í þessum gámi hérna á Landspítalanum. Fólk er frábært og búið að vera ótrúlega vel hugsað um mig. Klukkan er hálf eitt að nóttu til þannig að spennan heldur bara áfram að bíða og sjá hvað kemur úr niðurstöðunum,“ sagði Hera á myndskeiði þegar hún lá inni á Landspítalanum. Hafa lært mikið um veiruna frá því hún skaut upp kollinum „Við höfum lært mjög mikið. Þetta er ný veira þannig að nýjar upplýsingar komu daglega í byrjun og við erum komin með nokkuð góða mynd af þessari veiru núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Í upphafi var þetta þannig að talað var um faraldurinn og þessa lungnasýkingu í Wuhan-borg sérstaklega. Kínverjar sögðu veiruna ekki smitast á milli manna. Þá töldu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu að veiran smitaðist ekki á milli manna. Síðan kom nú annað í ljós og menn fóru að læra á hversu smitandi veiran er í raun og veru. Hvenær einstaklingar byrja að smita og hvað þeir eru smitandi lengi. Hvað meðgöngutíminn er langur, hvað tekur langan tíma frá því maður smitast þangað til að maður veikist. Hver einkennin eru. Hvenær maður fer að veikjast alvarlega í veikindunum. Þetta er allt orðið nokkuð ljóst núna og er allt hjálplegt og nauðsynlegt til þess að geta átt við svona veikindi,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Kompás Björn átti ekki von á að smitast Björn Ingi Knútsson greindist með COVID-19 þann 4. mars. Við hittum hann í sumarbústað í Kjós síðastliðinn föstudag en þá hafði hann verið í 18 daga í einangrun, fyrst á heimili sínu í Reykjavík og svo í bústaðnum. Hann telur að hann hafi smitast þegar hann fór með mat heim til vinafólks sem þá var nýkomið heim úr skíðaferð til Ítalíu. Vinafólkið, sem fann fyrir vægum einkennum, hafði sjálfskipað sig í sóttkví við heimkomuna þrátt fyrir að hafa verið utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma. „Ég passaði mig á því að koma hvergi nálægt þeim. Ég drakk einn kaffibolla sem ég sótti sjálfur og var í rúmlega tveggja metra fjarlægð frá þeim.“ segir Björn Ingi. Það þurfti þó ekki meira til og tveimur dögum síðar fundu Björn Ingi og unnusta hans fyrir slappleika. „Ég fer í göngu seinnipartinn á þriðjudag á Esjuna og kemst ekki nema upp í miðja Esju þá er ég eins og sprungin blaðra. Mer fannst það mjög óeðlilegt miðað við mig því ég geng töluvert á fjöll. En um kvöldið fékk ég strax þessi flensueinkenni,“ segir Björn. Björn Ingi Knútsson er í einangrun í sumarbústað í Kjós.Kompás Fékk beinverki og mikinn hita um nóttina „Bara svona þessi týpísku flensueinkenni nema þau bara ganga ekki til baka neitt. Ég er bara með hita kvöld og morgna í 12 daga.“ Dag eftir dag var hann með allt að 40 stiga hita. Hann segir einkennin hafa að hluta lýst sér eins og hefðbundin flensueinkenni. „Nema þá voru kannski svolítið mikil þyngsli fyrir brjóstinu, töluverður hósti og beinverkir og vanlíðan. Og það sem var kannski öðruvísi en venjuleg flensa er það að fjórar nætur í röð þá svitnaði ég út úr rúminu, þurfti að fara í sturtu um miðja nótt, taka af rúminu og svo framvegis. Það fannst mér vera óeðlilegt,“ segir Björn. Eðlilegum hlutum eins og að heilsast, faðmast og kyssast var kippt frá okkur „Þetta er mjög skrýtið en ég held að maður eigi að líta á þetta sem tímabundið ástand. Þetta vekur okkur til umhugsunar um mjög margt sem við höfum ekki verið að hugsa um dagsdaglega,“ segir Þórólfur. „Almenningur hefur ekki mikið verið að hugsa um hvernig smit verður. Hvernig bakteríur og hvernig veirur smitast á milli manna. Þetta er einfalt í sjálfu sér hvernig veirur og bakteríur smitast. En það tekur bara tíma fyrir fólk að læra þetta og hugsa sitt líf upp á nýtt. Þetta eru nýir staðlar, nýjar venjur, nýja hugsanir en ég held að fólk eigi að líta á þetta þannig að þetta er tímabundið. Þetta mun ganga yfir. Það verður fróðlegt líka að sjá þegar að þetta er gengið yfir hvernig fólk muni haga sér og hvort fólk muni breyta sínum venjum eða hvort við föllum aftur í sama farið.“ Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen eru í einangrun á Seltjarnarnesi.Kompás Vinir í einangrun Félagarnir Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sitja í einangrun eftir heimkomu úr skíðaferð til Austurríkis. Þeir reyndust jákvæðir fyrir veirunni eftir sýnatöku og tóku ákvörðun um að vera saman í einangrun. Við hittum þá á sjöunda degi einangrunar í íbúð Páls á Seltjarnarnesi. „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim. Þannig að okkur grunaði að við værum með þetta,“ segir Páll. „Síðan er það víst þannig líka að maður er alltaf slappur eftir svona ferð. Það er kannski drukkið svolítið mikið og síðan er maður að renna sér á hverjum einasta degi, þannig að maður er kominn með þessa beinverki. Maður er með svona þynnkueinkenni sem eru svipuð eins og þessi COVID veira,“ segir Ingi. Hefur ekki fundið svona einkenni áður „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi. Björn Ingi segist þó ekki hafa orðið hræddur, hvorki þegar hann fékk greininguna né þegar hann var hvað veikastur. Hann sé almennt heilsuhraustur og ekki með undirliggjandi sjúkdóm nema þá háan blóðþrýsting. Eftir að Björn Ingi greindist með COVID 19 voru tveir vinnufélagar og sonur hans settir í sóttkví. Enginn þeirra reyndist hafa smitast. Hann smitaði hins vegar unnustu sína. „Við höfum eiginlega haldist í hendur í gegnum þessi veikindi en einkennin verið öðruvísi. Hún hefur ekki fengið þennan háa hita eins og ég og ég aftur á móti ekki fengið þennan hósta og þessi miklu þyngsl fyrir brjóstið eins og hún. Hún var til dæmis með mikla vöðvaverki og hljóðaði stundum undan verkjum. Ég fékk til dæmis aldrei neitt slíkt.“ Hann segist vera ánægður með hvernig tekið hafi verið utan um hann eftir að hann greindist. Heilbrigðisstarfsfólk hafi reglulega haft samband. Björn Ingi neitar því ekki að síðustu 18 dagar hafi verið erfiðir. „Við höfum þó hvort annað og ferfætlinginn sem hefur virkilega stytt okkur stundirnar líka. Ég segi það ekki að vistin í íbúðinni í Reykjavík var kannski orðin svolítið þreytt,“ segir Björn Ingi. Maður verður að vera bjartsýnn á meðan þetta gengur yfir „Það var leiðinlegt að heyra að maður sé veikur en við bjuggumst svo sem alveg við því. Það var orðið það mikið af sýkingum þarna á þessu svæði,“ segir Páll. „Og líka, ef maður reynir að vera bjartsýnn, þá er fínt að vera búinn með þetta.“ „Ef maður þarf að fá þetta á annað borð, gera það bara strax,“ segir Ingi. Margir hafa veikst eftir skíðaferð til Austurríkis.Getty Dagarnir misgóðir eða misslæmir „Fyrst var þetta svona stigmagnandi. Og þetta var svolítið bara að maður væri slappur, aðallega skrítið að anda. Svo leið mér aðeins betur. Svo leið mér miklu verr og fór upp á spítala, var ráðlagt að gera það, og fór í einangrunarhylkin þar, sem þau eru með. Frábærir læknarnir sem sáu um mig og daginn eftir leið mér bara vel og núna er ég hitalaus og öll að koma til,“ segir Hera. Mun veiran skjóta upp kollinum aftur í haust? „Það er ekkert hægt að útiloka í framtíðinni, algjörlega ekki. Það sem að getur gerst, og maður er að vonast til, er að það verði eins fáir eins og hægt er sem að sýkist og sérstaklega af svona viðkvæmum hópum. Að við náum að halda veikindunum algjörlega frá þeim. Það sem að hins vegar gæti gerst síðan í framhaldinu, eins og gerðist með SARS, að veiran dó út hreinlega. Hún lifir ekki endalaust. Hún þarf að komast inn í mannslíkamann til þess að fjölga sér og dreifa sér þannig. Þannig að ef okkur tekst að loka fólk af og veiran situr bara eftir á borðinu eða á hurðarhúnum og enginn kemst í tæri við hana, þá deyr hún á nokkrum dögum,“ segir Þórólfur. „Hins vegar getur það gerst að ef það er ákveðinn hluti þjóðarinnar móttækilegur áfram eftir til dæmis sumartímann eða eitthvað slíkt, og veiran er ennþá á fullu blússi einhvers staðar annars staðar þá er mögulegt að hún komi aftur og að einstaklingar muni sýkjast aftur,“ segir Þórólfur. Hefur nú verið einkennalaus í sumarbústaðnum í nokkra daga „Bara hver dagur betri og nær því að vera bara eins eðlilegur og hægt er.“ segir Björn. Þrívíddarteikning af kórónuveirunni.Getty Hann var þó ekki alveg klár á því hvenær hann mætti snúa aftur út í samfélagið en var þó frekar spenntur að losna úr einangrun. „Ég skil það vel að fólk sé smeykt við mann. Ef að læknarnir eru búnir að gefa þér heilbrigðisvottorð máttu fara út og eins og mér í sagt í dag þá er mjög ólíklegt að þú smitist aftur af sömu veiru. Þú ert búin að byggja ákveðið mótefni í líkamanum fyrir þessu.“ Sóttvarnalæknir hefur þurft að venja sig af slæmum siðum vegna veirunnar „Já, já ég hef verið að passa mig miklu meira. Maður hefur alltaf tilhneigingu til að vera með hendurnar í andlitinu. Maður er að klóra sér í andlitinu og maður er að reyna að venja sig af því eins og maður getur og maður er að spritta sig meira en maður hefur gert, kannski líka í ljósi þess að við erum með mjög viðkvæma starfsemi hjá Sóttvarnalækni og Embætti landlæknis og hjá Almannavörnum. Það ríður mjög á að við gerum allt sem við getum til þess að fyrirbyggja það að við veikjumst og sýkjumst sjálf. Maður er vissulega miklu meðvitaðri fyrir sína eigin parta eins og held ég allir landsmenn séu og vonandi mun það endast áfram.“ Taka þetta á gleðinni og reyna að vera hressir „Ég held að það sé auðvelt í þessum aðstæðum að missa svona sjónar af því sem skiptir máli og fara í eitthvað svartnætti en við tókum ákvörðun í byrjun að taka þetta á gleðinni og reyna að vera hressir,“ segir Páll. „Við erum líka búnir að vera taka okkur á í ræktinni. Tökum eina æfingu á dag. Erum bara báðir að léttast og styrkjast,“ segir Ingi. Páll og Ingi hafa aðeins mælst með nokkrar kommur síðan þeir veiktust. Fyrstu dagana voru þeir með þurran hósta en hafa ekki orðið mjög lasnir. Eftir að þeir greindust hafa þeir þó undirbúið sig fyrir að geta orðið veikari. „Halda heilsu og við í rauninni ákváðum að gera allt sem við getum til þess að hjálpa ónæmiskerfinu. Þannig að við erum búnir að vera að leggja mikla áherslu á að borða hollt og vel; hreyfa okkur. Tökum lýsi á hverjum morgni; tökum vítamín. Okkur finnst það hafa hjálpað helling,“ segir Páll. Viðmælendur okkar í Kompási hafa fengið ólík einkenni vegna kórónuveirunnar og afleiðingarnar eru misjafnar. Á meðan einn þurfti að fara á spítala hafa aðrir varla fundið fyrir einkennum. Ekki er vitað af hverju veiran leggst misjafnlega á fólk. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar heldur að sjálfsögðu áfram að fjalla um kórónuveiruna næstu vikur og afleiðingar hennar á líf okkar og samfélag. Ef þú hefur ábendingu um frétt eða mál sem á heima í Kompás hafðu þá samband í gegnum kompas@stod2.is.