Útgöngubann sett á í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 20:54 „Þið verðið að halda ykkur heima" sagði Boris Johnson í ávarpi sínu nú í kvöld. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira