Innlent

41 nú greinst í Vest­manna­eyjum og 487 í sótt­kví

Eiður Þór Árnason skrifar
41 smit hefur nú greinst í Vestmannaeyjum.
41 smit hefur nú greinst í Vestmannaeyjum. Vísir/vilhelm

Ellefu ný kórónuveirusmit hafa nú greinst í Vestmannaeyjum og hefur 41 einstaklingur nú greinst þar með veiruna. Af þeim ellefu sem eru nýgreindir voru sex þegar í sóttkví.

Smitrakningu nýju smitanna er ekki lokið, er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Við fjölda einstaklinga í sóttkví bætast við þeir sem greindust í gærkvöldi þar sem smitrakningu er lokið vegna þeirra. 487 eyjamenn eru núna sagðir vera í sóttkví.

Áður hefur verið greint frá því að tvö börn hafi greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað tveggja ára og hitt fimmtán ára. Hvorugt þeirra glímir við mikil veikindi.

Síðasta föstudag voru reglur um samkomubann hertar í Vestmannaeyjum og eru allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman nú bannaðir. Þetta var gert vegna óvenjumikils fjölda smita í bæjarfélaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×