Eldræða Magnúsar Scheving: „Við verðum fyrst út úr þessu Covid kjaftæði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2020 13:00 Magnús Scheving í Bítinu í morgun. Stöð 2 Athafnamaðurinn Magnús Scheving mætti í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni í morgun og ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga um ástandið í samfélaginu í dag. „Sko það sem við þurfum að hugsa um núna er að ef við værum þjálfarar þá þurfum við að hugsa hver er styrkleiki okkar. Núna erum við að fara inn í erfiðan kafla og það er þoka framundan, það eru ský og óveður og nú þurfum við að fá fram alvöru skipstjóra, þjálfara eða leiðtoga. Ég held að þjóðin geti vel tekið við leiðsögn við svona aðstæður. Við Íslendingar erum ekkert rosalega góðir í því að gera langtímaplan,“ segir Magnús og heldur áfram. „En þegar skipið er sokkið þá erum Íslendingar langbestir til þess að komast af við þær aðstæður. Við erum vertíðarþjóð og höfum alltaf verið. Þetta kunnum við best. Þess vegna vorum við fljót út úr kreppunni og við verðum fyrst út úr þessu Covid kjaftæði,“ segir Magnús ákveðinn. Hann segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að fara núna í sömu átt. „Stundum þarf maður að hugsa „ég er kannski ekki alveg sammála þessu en við ætlum öll að keyra í sömu átt.“ Napoleon vann mörg stríð og hann vildi frekar hafa tvo heimska hershöfðingja sem fara í sömu átt við hliðina á sér heldur en tvo gáfaða sem fara í sitthvora áttina. Ég er aðeins að horfa á samfélagið núna og veit að þetta á eftir að versna miklu miklu meira. Þetta verður eins og sorgarferli og það á eftir að koma reiði og allskonar og við þurfum núna að fara hugsa sem 330 þúsund manna þjóð og gera vissa hluti til að hjálpa okkur og fara í sömu átt.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Magnús sem er í raun einskonar eldræða. Klippa: Bítið - Magnús Scheving Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Athafnamaðurinn Magnús Scheving mætti í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni í morgun og ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga um ástandið í samfélaginu í dag. „Sko það sem við þurfum að hugsa um núna er að ef við værum þjálfarar þá þurfum við að hugsa hver er styrkleiki okkar. Núna erum við að fara inn í erfiðan kafla og það er þoka framundan, það eru ský og óveður og nú þurfum við að fá fram alvöru skipstjóra, þjálfara eða leiðtoga. Ég held að þjóðin geti vel tekið við leiðsögn við svona aðstæður. Við Íslendingar erum ekkert rosalega góðir í því að gera langtímaplan,“ segir Magnús og heldur áfram. „En þegar skipið er sokkið þá erum Íslendingar langbestir til þess að komast af við þær aðstæður. Við erum vertíðarþjóð og höfum alltaf verið. Þetta kunnum við best. Þess vegna vorum við fljót út úr kreppunni og við verðum fyrst út úr þessu Covid kjaftæði,“ segir Magnús ákveðinn. Hann segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að fara núna í sömu átt. „Stundum þarf maður að hugsa „ég er kannski ekki alveg sammála þessu en við ætlum öll að keyra í sömu átt.“ Napoleon vann mörg stríð og hann vildi frekar hafa tvo heimska hershöfðingja sem fara í sömu átt við hliðina á sér heldur en tvo gáfaða sem fara í sitthvora áttina. Ég er aðeins að horfa á samfélagið núna og veit að þetta á eftir að versna miklu miklu meira. Þetta verður eins og sorgarferli og það á eftir að koma reiði og allskonar og við þurfum núna að fara hugsa sem 330 þúsund manna þjóð og gera vissa hluti til að hjálpa okkur og fara í sömu átt.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Magnús sem er í raun einskonar eldræða. Klippa: Bítið - Magnús Scheving
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira