Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:32 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Sjá meira
Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Sjá meira