Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Nadine Guðrún Yaghi og Eiður Þór Árnason skrifa 24. mars 2020 20:42 Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar urðu bæði fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni. Vísir Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira