Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2020 12:14 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri á fundinum í bankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34
Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01