Assange neitað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 15:35 Assange á meðan á réttarhöldum stóð vegna mögulegs framsals hans til Svíþjóðar árið 2011. Þegar hann gekk laus gegn tryggingu árið 2012 flúði hann í ekvadorska sendiráðið í Lundúnum til að komast hjá framsali og hafðist þar við næstu sjö árin. Vísir/EPA Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42