Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 13:35 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Vísir/Sigurjón Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“ Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“
Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50
Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48