Brynjar Þór: Fannst þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 21:00 Brynjar Þór Björnsson hefur miklar áhyggjur af stöðu mála vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar. Vísir/Bára Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira