Urðu vör við mikla óeiningu varðandi skólahald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í gær. Mynd/Lögreglan Landlæknir og sóttvarnalæknir urðu varir við mikla óeiningu og mismunandi skoðanir, bæði á meðal kennara og foreldra, varðandi það hvernig skólastarfi í leik- og grunnskólum er nú háttað vegna samkomubannsins. Þess vegna sendu þau bréf í vikunni til skólastjórnenda, kennara og foreldra þar sem þau áréttuðu mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi sem samkomubannið setur. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að með bréfinu hefðu þau landlæknir viljað árétta þá fyrri afstöðu að ekki væri talin þörf á að loka leik- og grunnskólum alfarið. Ákvörðunin væri byggð á því að það væri mikilvægt að halda skólum opnum fyrir velferð barna sem og fyrir vinnuframlag heilbrigðisstétta og annarra í framlínustörfum. Þá væri jafnframt talið að með þeim leiðum sem farnar hafa verið hér með takmörkunum á skólastarfi þá væri hvorki heilsu barna né kennara ógnað. „Við viljum þakka kennurum fyrir þeirra framlag í þessa baráttu og hvetjum þá áfram til dáða,“ sagði Þórólfur. Bréfið sem Alma og Þórólfur sendu í vikunni til að árétta fyrri ákvarðanir og röksemdir varðandi skólahald í samkomubanni. Þórólfur sagði ekkert endanlegt í þessum efnum heldur væri aðferðafræði yfirvalda, nálganir og leiðbeiningar nánast endurskoðaðar nánast daglega í ljósi nýrra upplýsinga, en eins og staðan hafi verið og væri núna þá væru mun fleiri kostir við það að halda skólunum opnum með þeim takmörkunum sem eru í gildi. „En ef faraldurinn yrði útbreiddari og meiri meðal barna þá er kominn tími til að endurskoða það,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvers vegna gripið var til þess ráðs að senda fyrrnefnt bréf til foreldra, kennara og skólastjórnenda sagði sóttvarnalæknir: „Ástæðan er sú að við urðum vör við það að það var mikil óeining og menn voru ósáttir og það voru mismunandi skoðanir sem komu upp, bæði meðal kennara og líka annars staðar frá, meðal foreldra og svo framvegis þannig að við vildum bara hnykkja á okkar fyrri afstöðu og fyrri röksemdum fyrir þessu og af hverju við teljum þetta vera mikilvægt.“ Alma Möller, landlæknir, tók undir orð Þórólfs og kvaðst skilja áhyggjur allra en benti jafnframt á að það virðist fátítt að börn smitis af kórónuveirunni. „Þannig að það eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir inn í þessa umræðu,“ sagði Alma. Í löndunum í kringum okkur hefur skólum verið lokað. Þórólfur sagði útfærslur í baráttunni við veiruna mismunandi. Hér á landi hafi verið brugðist hratt og örugglega við og því óhætt að beita mildari aðferðum. Nemendur á leið í Hlíðaskóla í morgun.Vísir/Sigurjón „Og þau lönd sem eru hreinlega að loka öllu það eru þau lönd sem hafa gert mjög lítið framan af og eru allt í einu að vakna upp við vondan draum um það að faraldurinn er kominn af stað og þá grípa þau til svona harðra aðgerða. Við höfum viljað fara aðra leið, aðeins mildari leið, byrja strax í byrjun með tiltölulega harðar aðgerðir og vonast til þess að það myndi skila okkur og ég held að það sé vænlegri leið fyrir okkur.“ Landlæknir tók undir þetta og sagði jafnframt að sóttvarnalæknir hefði verið mjög staðfastur í öllum aðgerðum sem gripið hefur verið til og samkvæmur sjálfum sér, til dæmis varðandi skólahald. Þá benti Þórólfur einnig á að ný úttekt frá Sóttvarnastofnun Evrópu mælti ekkert sérstaklega með skólalokun til að hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Landlæknir og sóttvarnalæknir urðu varir við mikla óeiningu og mismunandi skoðanir, bæði á meðal kennara og foreldra, varðandi það hvernig skólastarfi í leik- og grunnskólum er nú háttað vegna samkomubannsins. Þess vegna sendu þau bréf í vikunni til skólastjórnenda, kennara og foreldra þar sem þau áréttuðu mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi sem samkomubannið setur. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að með bréfinu hefðu þau landlæknir viljað árétta þá fyrri afstöðu að ekki væri talin þörf á að loka leik- og grunnskólum alfarið. Ákvörðunin væri byggð á því að það væri mikilvægt að halda skólum opnum fyrir velferð barna sem og fyrir vinnuframlag heilbrigðisstétta og annarra í framlínustörfum. Þá væri jafnframt talið að með þeim leiðum sem farnar hafa verið hér með takmörkunum á skólastarfi þá væri hvorki heilsu barna né kennara ógnað. „Við viljum þakka kennurum fyrir þeirra framlag í þessa baráttu og hvetjum þá áfram til dáða,“ sagði Þórólfur. Bréfið sem Alma og Þórólfur sendu í vikunni til að árétta fyrri ákvarðanir og röksemdir varðandi skólahald í samkomubanni. Þórólfur sagði ekkert endanlegt í þessum efnum heldur væri aðferðafræði yfirvalda, nálganir og leiðbeiningar nánast endurskoðaðar nánast daglega í ljósi nýrra upplýsinga, en eins og staðan hafi verið og væri núna þá væru mun fleiri kostir við það að halda skólunum opnum með þeim takmörkunum sem eru í gildi. „En ef faraldurinn yrði útbreiddari og meiri meðal barna þá er kominn tími til að endurskoða það,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvers vegna gripið var til þess ráðs að senda fyrrnefnt bréf til foreldra, kennara og skólastjórnenda sagði sóttvarnalæknir: „Ástæðan er sú að við urðum vör við það að það var mikil óeining og menn voru ósáttir og það voru mismunandi skoðanir sem komu upp, bæði meðal kennara og líka annars staðar frá, meðal foreldra og svo framvegis þannig að við vildum bara hnykkja á okkar fyrri afstöðu og fyrri röksemdum fyrir þessu og af hverju við teljum þetta vera mikilvægt.“ Alma Möller, landlæknir, tók undir orð Þórólfs og kvaðst skilja áhyggjur allra en benti jafnframt á að það virðist fátítt að börn smitis af kórónuveirunni. „Þannig að það eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir inn í þessa umræðu,“ sagði Alma. Í löndunum í kringum okkur hefur skólum verið lokað. Þórólfur sagði útfærslur í baráttunni við veiruna mismunandi. Hér á landi hafi verið brugðist hratt og örugglega við og því óhætt að beita mildari aðferðum. Nemendur á leið í Hlíðaskóla í morgun.Vísir/Sigurjón „Og þau lönd sem eru hreinlega að loka öllu það eru þau lönd sem hafa gert mjög lítið framan af og eru allt í einu að vakna upp við vondan draum um það að faraldurinn er kominn af stað og þá grípa þau til svona harðra aðgerða. Við höfum viljað fara aðra leið, aðeins mildari leið, byrja strax í byrjun með tiltölulega harðar aðgerðir og vonast til þess að það myndi skila okkur og ég held að það sé vænlegri leið fyrir okkur.“ Landlæknir tók undir þetta og sagði jafnframt að sóttvarnalæknir hefði verið mjög staðfastur í öllum aðgerðum sem gripið hefur verið til og samkvæmur sjálfum sér, til dæmis varðandi skólahald. Þá benti Þórólfur einnig á að ný úttekt frá Sóttvarnastofnun Evrópu mælti ekkert sérstaklega með skólalokun til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira