Bein útsending: Vélmennaárás Ævars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 12:35 Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður. Mynd/Forlagið Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum. Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum.
Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00