Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:30 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands þykir hafa staðið sig vel í viðbrögðum sínum við kórónuvírusfaraldrinum. Í skoðanakönnun sem var birt í gær sögðust níu af hverjum tíu vera ánægðir með störf hennar. Mikko Stig/Lehtikuva /AP Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. Um þriðjungur Finna býr í Uusimaa, eða 1,7 milljón manna, en þar hefur greinst helmingur af kórónuveirum smitum í landinu. Alls hafa greinst rétt rúmlega 1,000 smit í Finnlandi. Áður höfðu yfirvöld í Finnlandi lokað landamærum fyrir öllum nema íbúum landsins, lokað skólum og bannað samkomur fleiri en 10 manna. Með samgöngubanni á Uusimaa ætla þau í raun að skipta landinu í tvennt. „Lögregla mun hafa eftirlit með 30 til 40 vegum út úr Uusimaa og lögreglustjórinn í Helsinki sagði fyrr í dag að lögregla væri reiðubúin að bregðast við um leið og þingið samþykkir bannið,“ segir Mirja Kivimäki fréttastjóri hjá MTV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að fyrirliggjandi frumvarp gerði ráð fyrir að samgöngubannið hæfist á miðnætti í kvöld. Hernum hefur verið skipað að aðstoða lögreglu reynist þörf á því. Lögregla segist þegar hafa óskað eftir aðstoð. Síðustu daga hafa þúsundir Finna streymt út úr Helsinki og nærliggjandi svæðum. Búist er við að margir þeirra ætli að þrauka bannið, sem á að standa í þrjár vikur, í sumarhúsum sínum. Yfirvöld í sveitum og bæjum utan Uusimaa hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að yfirvofandi bann hafi með þessu ýtt undir ferðalög upp í sveitir og þannig valdið aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Eigendur matvöruverslana í sveitum Suður-Saavo, norðaustur af Helsinki, segja í viðtali við ríkisútvarpið YLE að mikil söluaukning hafi orðið hjá sér síðustu daga. Fulltrúi kaupfélagasambands í héraðinu segir aukninguna benda til að 30.000 manns hafi komið inn í héraðið á allra síðustu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira