Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:31 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist hafa fengið hita og þrálátan hósta og því látið prófa sig fyrir kórónuveirunni, samkvæmt ráði landlæknis. Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira