Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 12:49 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi, Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala, Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Samsett Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“ Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Fjölmargir innan læknasamfélagsins, sem og fyrrverandi skjólstæðingar Vogs, hafa lýst yfir áhyggjum og furðu vegna stöðunnar sem komin er upp. Greint var frá því í morgun að Valgerður hefði sagt upp störfum í gær vegna djúpstæðs ágreinings við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. SÁÁ rekur meðferðarmiðstöðina á Vogi. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í morgun að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í gær, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Valgerður hyggst vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest en hún hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá árinu 2017. Þá átti hún þegar að baki um átján ára starfsferil hjá meðferðarstöðinni. Fylkja sér á bak við Valgerði Svo virðist sem flestum þyki mikill missir af Valgerði, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum í dag. Þannig ber á gríðarlegri óánægju í Facebook-hópnum Vinahópur SÁÁ, vettvangi fyrir umræður um starf og réttindabaráttu samtakanna. Aðrir lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á eigin Facebook-reikningum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítala segir starfslok Valgerðar mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga sem leita þar meðferðar við fíknisjúkdómum. „Valgerði þekki ég vel persónulega en einnig sem kollega. Það er vandfundin heilsteypari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifar Tómas. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á stjórn SÁÁ að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Valgerði aftur til starfa. Það sé nauðsynlegt í því ástandi sem nú ríkir á tímum kórónuveirunnar. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, þekkir vel til hjá SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. Rúnar segir starfslok Valgerðar ótrúlega slæmar fréttir. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, fór í áfengismeðferð inni á Vogi síðasta haust. Hann segir að nú sé stórslys í uppsiglingu ef ekki veðri strax gripið í taumana. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ber Valgerði einnig afar vel söguna, segir hana vandaða manneskju og mikinn fagmann sem láti sér annt um skjólstæðinga sína. „Þetta eru slæm tíðindi.“ Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands tekur í sama streng. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru afar alvarleg tíðindi.“ Og Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir Valgerði rétta konu á réttum stað í herbúðum SÁÁ. Skipta þurfi um stjórnarformann hjá SÁÁ, ekki yfirlækni. „Vonandi missum við ekki Valgerði útaf ofríki í einum frekum kalli!“
Heilbrigðismál Vistaskipti Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03