Hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 13:33 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sést hér með Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví vegna COVID-19. Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum en í þeim er meðal annars kveðið á um það hverjir eru skyldugir til þess að sæta sóttkví og hvaða reglur gilda í sóttkví. Þá er þess einnig getið í reglunum að brot gegn þeim getur varðað sektum eða fangelsisvist. Samkvæmt reglunum felst eftirfarandi í því að vera í sóttkví: a. Einstaklingur má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. b. Einstaklingur má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir. c. Einstaklingur má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. d. Einstaklingur má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. e. Einstaklingur má hvorki fara á mannamót né á staði þar sem margir koma saman, þ.m.t. í verslanir eða lyfjabúðir. f. Einstaklingur má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum, nema á leið inn og út. Sóttvarnalæknir hefur síðan gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví sem fylgir reglunum og sjá má hér á vef landlæknis. Þá gilda sérstakar reglur um einangrun: „Einstaklingar sem eru með staðfesta sýkingu af COVID-19 eða ætla má að þeir kunni að vera smitaðir, en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda, skulu vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Ákvæði 4. og 5. gr. eiga einnig við um þá sem sæta einangrun nema strangari reglur eigi við. Að jafnaði skal einstaklingur sem er smitaður vera einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta þó verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki eða geta ekki farið af heimilinu en þeir eiga að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er og helst að halda sig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun. Sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um einangrun, sbr. fylgiskjal 2 með reglum þessum. Einnig getur hann mælt sérstaklega fyrir um hvernig einangrun skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til. Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga.“ Reglur um einangrun og sóttkví má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví vegna COVID-19. Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum en í þeim er meðal annars kveðið á um það hverjir eru skyldugir til þess að sæta sóttkví og hvaða reglur gilda í sóttkví. Þá er þess einnig getið í reglunum að brot gegn þeim getur varðað sektum eða fangelsisvist. Samkvæmt reglunum felst eftirfarandi í því að vera í sóttkví: a. Einstaklingur má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. b. Einstaklingur má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir. c. Einstaklingur má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. d. Einstaklingur má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. e. Einstaklingur má hvorki fara á mannamót né á staði þar sem margir koma saman, þ.m.t. í verslanir eða lyfjabúðir. f. Einstaklingur má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum, nema á leið inn og út. Sóttvarnalæknir hefur síðan gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví sem fylgir reglunum og sjá má hér á vef landlæknis. Þá gilda sérstakar reglur um einangrun: „Einstaklingar sem eru með staðfesta sýkingu af COVID-19 eða ætla má að þeir kunni að vera smitaðir, en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda, skulu vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Ákvæði 4. og 5. gr. eiga einnig við um þá sem sæta einangrun nema strangari reglur eigi við. Að jafnaði skal einstaklingur sem er smitaður vera einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta þó verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki eða geta ekki farið af heimilinu en þeir eiga að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er og helst að halda sig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun. Sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um einangrun, sbr. fylgiskjal 2 með reglum þessum. Einnig getur hann mælt sérstaklega fyrir um hvernig einangrun skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til. Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga.“ Reglur um einangrun og sóttkví má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira