Umferðin heldur áfram að dragast saman í samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:37 Það eru mun færri á ferli í borginni þessa daga vegna samkomubannsins. Það sést meðal annars á umferðartölum. Vísir/Vihelm Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira