Herða reglur um sóttkví í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 21:51 Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi að sögn Shahin Gaini, smitsjúkdómalæknis í Færeyjum. Vísir/Getty Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27