Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 12:19 Starfsfólk á ritstjórn DV fær að vita örlög sín í dag. Vísir/Vilhelm Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. Til stendur að kynna nýjan ritstjóra DV, mögulega strax í dag. Samkeppniseftirlitið lagði í síðustu viku blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. „Ég geng mjög sátt frá borði. Er mjög ánægð með þennan tíma. Við höfum afrekað ótrúlega hluti þetta litla teymi. Ég vona bara að öllum gangi vel. Þetta er erfiður dagur en vonandi kemur eithvað gott út úr honum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV í stuttu samtali við Vísi. Lilja Katrín og Guðmundur ætla að snúa sér að einhverju öðru. Þau skilja sátt eftir dvölina á DV.Vísir/Vilhelm Lestur DV hefur aldrei verið meiri en undanfarnar vikur. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Bæði áttu þess kost að halda áfram störfum en þau afþökkuðu boð Torgs. Ganga á vit örlaga sinna Samkvæmt heimildum Vísis fundar Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, í dag með starfsmönnum DV, einum í einu. Starfsmenn ritstjórnar eru á þriðja tug. Fólk gengur inn í herbergi til fundar við Karl óvíst um stöðu sína. Mun andrúmsloftið vera rafmagnað. Sumum býðst áframhaldandi starf hjá Torgi, nýjum eiganda DV, en öðrum ekki. Þeim sem býðst áframhaldandi starf og hafa áhuga á því er boðið til fundar hjá framkvæmdastjóra Torgs á Hafnartorgi. Karl birti mynd á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagðist vera að taka niður fallega mynd á skrifstofunni sinni. Í samtali við Vísi sagði hann flutningana niður á Hafnartorg verða í kringum mánaðamótin en ekki væri hans að segja frá útfærslunni. „Torg er búið að kaupa miðlana og þeirra að svara því hvernig þeir ætli að haga sínu starfi og sinni útgáfu,“ sagði Karl. Verið væri að vinna að því að ganga frá lausum endum hjá Frjálsri fjölmiðlun. Karl vildi ekkert segja um stöðu sína. Hann hefur þó samkvæmt heimildum Vísis gert fólki hjá Frjálsri fjölmiðlun það ljóst að hans hugur stefnir ekki á Hafnartorg. Fjölmargir fyrrverandi blaðamenn DV standa þegar vaktina á ritstjórn Fréttablaðsins og Hringbrautar. Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, flutti sig á dögunum á Hafnartorg. Skrifstofur Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV við Hafnartorg.Vísir/Vilhelm Ari Brynjólfsson er orðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu en auk þeirra eru Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva á ritstjórninni auk vefritstjórans Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Við bættust kaupin á DV í desember sem fengu grænt ljós í liðinni viku. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. Til stendur að kynna nýjan ritstjóra DV, mögulega strax í dag. Samkeppniseftirlitið lagði í síðustu viku blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. „Ég geng mjög sátt frá borði. Er mjög ánægð með þennan tíma. Við höfum afrekað ótrúlega hluti þetta litla teymi. Ég vona bara að öllum gangi vel. Þetta er erfiður dagur en vonandi kemur eithvað gott út úr honum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV í stuttu samtali við Vísi. Lilja Katrín og Guðmundur ætla að snúa sér að einhverju öðru. Þau skilja sátt eftir dvölina á DV.Vísir/Vilhelm Lestur DV hefur aldrei verið meiri en undanfarnar vikur. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Bæði áttu þess kost að halda áfram störfum en þau afþökkuðu boð Torgs. Ganga á vit örlaga sinna Samkvæmt heimildum Vísis fundar Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, í dag með starfsmönnum DV, einum í einu. Starfsmenn ritstjórnar eru á þriðja tug. Fólk gengur inn í herbergi til fundar við Karl óvíst um stöðu sína. Mun andrúmsloftið vera rafmagnað. Sumum býðst áframhaldandi starf hjá Torgi, nýjum eiganda DV, en öðrum ekki. Þeim sem býðst áframhaldandi starf og hafa áhuga á því er boðið til fundar hjá framkvæmdastjóra Torgs á Hafnartorgi. Karl birti mynd á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagðist vera að taka niður fallega mynd á skrifstofunni sinni. Í samtali við Vísi sagði hann flutningana niður á Hafnartorg verða í kringum mánaðamótin en ekki væri hans að segja frá útfærslunni. „Torg er búið að kaupa miðlana og þeirra að svara því hvernig þeir ætli að haga sínu starfi og sinni útgáfu,“ sagði Karl. Verið væri að vinna að því að ganga frá lausum endum hjá Frjálsri fjölmiðlun. Karl vildi ekkert segja um stöðu sína. Hann hefur þó samkvæmt heimildum Vísis gert fólki hjá Frjálsri fjölmiðlun það ljóst að hans hugur stefnir ekki á Hafnartorg. Fjölmargir fyrrverandi blaðamenn DV standa þegar vaktina á ritstjórn Fréttablaðsins og Hringbrautar. Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, flutti sig á dögunum á Hafnartorg. Skrifstofur Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV við Hafnartorg.Vísir/Vilhelm Ari Brynjólfsson er orðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu en auk þeirra eru Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva á ritstjórninni auk vefritstjórans Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Við bættust kaupin á DV í desember sem fengu grænt ljós í liðinni viku.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira