Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 15:54 Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða. AP/Chiang Ying-ying Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira